Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 06:32 Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilhæfulausar uppflettingar í lyfjagátt. Það mál er þó ekki sama mál og það sem Persónuvernd er að skoða. Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið. Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið.
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira