Horfur fyrir lánshæfi Íslands batna Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 09:00 S&P gerir ráð fyrir 3,3 prósent hagvexti á árinu. Vísir/Vilhelm Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar. Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti A/A-1 lánshæfiseinkunnir hans, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Sterkur yfirstandandi efnahagsbati í kjölfar heimsfaraldursins og áframhaldandi afkomubati hins opinbera á næstu árum er talinn styrkja stöðu opinberra fjármála á Íslandi umfram fyrri væntingar fyrirtækisins. S&P telur að sterk innlend eftirspurn og áframhaldandi bati í ferðaþjónustu leiði til 3,3 prósent hagvaxtar á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,4 prósent hagvaxtar 2024-2026. Ísland hafi tekist á við þrýsting á ytri áskoranir þjóðarbúsins með skilvirkum hætti og sjálfstæði landsins í orkumálum hafi veitt vörn gegn áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. S&P hefur því endurskoðað horfur fyrir lánshæfiseinkunnirnar úr stöðugum í jákvæðar. S&P gæti hækkað lánshæfiseinkunnina ef bati opinberra fjármála verður umfram væntingar, ýmist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni ríkisábyrgða, að því er segir í tilkynningunni. Einkunnirnar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta landsins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað. Það gæti gerst vegna meiri útflutningsvaxtar og aukinni fjölbreytni útflutnings og þar með lægri hreinni erlendra skulda og minni sveiflna í viðskiptakjörum. Horfunum gæti verið breytt í stöðugar á ný ef ytri staða þjóðarbúsins myndi versna markvert í samanburði við væntingar. Samhliða því yrði hagvöxtur líklega minni en búist er við. Þetta gæti gerst meðal annars vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum sem myndu hamla yfirstandandi bata í ferðaþjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti A/A-1 lánshæfiseinkunnir hans, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Sterkur yfirstandandi efnahagsbati í kjölfar heimsfaraldursins og áframhaldandi afkomubati hins opinbera á næstu árum er talinn styrkja stöðu opinberra fjármála á Íslandi umfram fyrri væntingar fyrirtækisins. S&P telur að sterk innlend eftirspurn og áframhaldandi bati í ferðaþjónustu leiði til 3,3 prósent hagvaxtar á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,4 prósent hagvaxtar 2024-2026. Ísland hafi tekist á við þrýsting á ytri áskoranir þjóðarbúsins með skilvirkum hætti og sjálfstæði landsins í orkumálum hafi veitt vörn gegn áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. S&P hefur því endurskoðað horfur fyrir lánshæfiseinkunnirnar úr stöðugum í jákvæðar. S&P gæti hækkað lánshæfiseinkunnina ef bati opinberra fjármála verður umfram væntingar, ýmist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni ríkisábyrgða, að því er segir í tilkynningunni. Einkunnirnar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta landsins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað. Það gæti gerst vegna meiri útflutningsvaxtar og aukinni fjölbreytni útflutnings og þar með lægri hreinni erlendra skulda og minni sveiflna í viðskiptakjörum. Horfunum gæti verið breytt í stöðugar á ný ef ytri staða þjóðarbúsins myndi versna markvert í samanburði við væntingar. Samhliða því yrði hagvöxtur líklega minni en búist er við. Þetta gæti gerst meðal annars vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum sem myndu hamla yfirstandandi bata í ferðaþjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira