Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 14:56 Valdimar þarf að greiða rúmlega 222 milljóna króna sekt eða sitja inni í 360 daga. Vísir/Vilhelm Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. Félagið Harrow House, í eigu Valdimars Jónssonar, rak ítalska veitingastaðinn Primo á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis frá 2015 eftir að þeir Jón Ragnarsson, faðir hans, vísuðu eigendum veitingastaðarins Caruso úr húsnæðinu með nokkrum látum árið áður. Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum Valdimars í tengslum við reksturinn hófst eftir að skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til héraðssaksóknara árið 2021. Valdimar var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á réttum tíma í fyrra. Dómur féll í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Auk skilorðsbundins fangelsisdómsins þarf hann að greiða rúmar 222 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta fangelsi í 360 daga. Hélt því fram að staðurinn greiddi fyrir sérleyfi Valdimar var meðal annars sakfelldur fyrir að skila efnislega röngu skattframtali fyrir hönd félagsins fyrir árin 2016 og 2017. Það gerði hann með því að offramtelja rekstrargjöld félagsins um tæpar 83,5 milljónir króna. Hann hélt því fram að hann ætti sérleyfi fyrir veitingastaðinn sem annað félag í hans eigu sæi um. Eignarhaldsfélag veitingastaðarins greiddi fyrir sérleyfið. Valdimar sagði fyrir dómi að samningur um sérleyfið væri til en að hann hefði ekki tök á að leggja hann fram. Skýringar hans voru taldar ótrúverðugar og þeim hafnað. Ekki væri annað séð af gögnum sem lágu fyrir að Valdirmar hefði hagnast persónulega á gjörningunum og að með þeim hefði hann fært fjármuni frá félaginu til sín persónulega. Ekkert studdi að hann hefði greitt reikninga fyrir félagið Þá var hann sakfelldur fyrir rangfæra bókhald Harrow House með því að offramtelja rekstrargjöld í bókhaldi og skattskilum um samtals 134,2 milljónir króna með gjaldfærslu sölureikninga sem áttu ekki við rök að styðjast annars vegar og hins vegar með því að lækka eigin skuld samkvæmt viðskiptamannareikningi hans í bókhaldi félagsins án þess að fyrir því væri tilefni. Sölureikningarnir voru vegna tveggja sérleyfisgreiðslna, þeirrar sem Valdimar var sakfelldur fyrir að offramtelja sem rekstrargjöld félagsins og 50,7 milljóna króna reiknings sem var færður í bókhaldið. Valdimar sagði bókhaldsstofu sem sá um bókhald félagsins að hann hefði greitt reikningana og voru þeir skuldajafnaðir við skulda hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu. Ekkert var þó talið hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði greitt reikninga Harrow House við félagið sem átti að halda utan um sérleyfið. Með því var hann talinn hafa rangfært bókhald félagsins og lækkað skuld sína við félagið sem því nam. Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á hvers vegna það var gert. Úttektir fyrir tannlæknakostnaði og veitingahúsaferðir Einnig var Valdirmar sakfelldur fyrir að skila efnislega röngum skattframtölum frá 2016 til 2019 með því að telja ekki fram úttektir upp á tæpar 139 milljónir króna hjá Harrow House. Þannig hafi hann komist undan því að greiða skatt af fénu. Hann bar því við að hann hefði skilað inn skattframtölum fyrir sjálfan sig í erlendu ríki þar sem hann hefði búið frá 2003. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi það. Saksóknari taldi úttektirnar skuld Valdimars samkvæmt viðskiðptamannareikningi hans hjá félaginu. Skuldin hafi verið gefin upp í framtölum félagsins en ekki í persónulegum framtölum Valdimars. Í mörgum tilvikum voru úttektir Valdimars á fé félagsins millifærslur til hans sjálfs eða tengdra einstaklinga og úttektir úr hraðbönkum. Sumar færslurnar hafi augljóslega verið persónuleg útgjöld hans, til dæmis greiðsla til tannlæknastofa og til annarra veitingastaða og bara. Dómsmál Skattar og tollar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Félagið Harrow House, í eigu Valdimars Jónssonar, rak ítalska veitingastaðinn Primo á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis frá 2015 eftir að þeir Jón Ragnarsson, faðir hans, vísuðu eigendum veitingastaðarins Caruso úr húsnæðinu með nokkrum látum árið áður. Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum Valdimars í tengslum við reksturinn hófst eftir að skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til héraðssaksóknara árið 2021. Valdimar var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á réttum tíma í fyrra. Dómur féll í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Auk skilorðsbundins fangelsisdómsins þarf hann að greiða rúmar 222 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta fangelsi í 360 daga. Hélt því fram að staðurinn greiddi fyrir sérleyfi Valdimar var meðal annars sakfelldur fyrir að skila efnislega röngu skattframtali fyrir hönd félagsins fyrir árin 2016 og 2017. Það gerði hann með því að offramtelja rekstrargjöld félagsins um tæpar 83,5 milljónir króna. Hann hélt því fram að hann ætti sérleyfi fyrir veitingastaðinn sem annað félag í hans eigu sæi um. Eignarhaldsfélag veitingastaðarins greiddi fyrir sérleyfið. Valdimar sagði fyrir dómi að samningur um sérleyfið væri til en að hann hefði ekki tök á að leggja hann fram. Skýringar hans voru taldar ótrúverðugar og þeim hafnað. Ekki væri annað séð af gögnum sem lágu fyrir að Valdirmar hefði hagnast persónulega á gjörningunum og að með þeim hefði hann fært fjármuni frá félaginu til sín persónulega. Ekkert studdi að hann hefði greitt reikninga fyrir félagið Þá var hann sakfelldur fyrir rangfæra bókhald Harrow House með því að offramtelja rekstrargjöld í bókhaldi og skattskilum um samtals 134,2 milljónir króna með gjaldfærslu sölureikninga sem áttu ekki við rök að styðjast annars vegar og hins vegar með því að lækka eigin skuld samkvæmt viðskiptamannareikningi hans í bókhaldi félagsins án þess að fyrir því væri tilefni. Sölureikningarnir voru vegna tveggja sérleyfisgreiðslna, þeirrar sem Valdimar var sakfelldur fyrir að offramtelja sem rekstrargjöld félagsins og 50,7 milljóna króna reiknings sem var færður í bókhaldið. Valdimar sagði bókhaldsstofu sem sá um bókhald félagsins að hann hefði greitt reikningana og voru þeir skuldajafnaðir við skulda hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu. Ekkert var þó talið hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði greitt reikninga Harrow House við félagið sem átti að halda utan um sérleyfið. Með því var hann talinn hafa rangfært bókhald félagsins og lækkað skuld sína við félagið sem því nam. Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á hvers vegna það var gert. Úttektir fyrir tannlæknakostnaði og veitingahúsaferðir Einnig var Valdirmar sakfelldur fyrir að skila efnislega röngum skattframtölum frá 2016 til 2019 með því að telja ekki fram úttektir upp á tæpar 139 milljónir króna hjá Harrow House. Þannig hafi hann komist undan því að greiða skatt af fénu. Hann bar því við að hann hefði skilað inn skattframtölum fyrir sjálfan sig í erlendu ríki þar sem hann hefði búið frá 2003. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi það. Saksóknari taldi úttektirnar skuld Valdimars samkvæmt viðskiðptamannareikningi hans hjá félaginu. Skuldin hafi verið gefin upp í framtölum félagsins en ekki í persónulegum framtölum Valdimars. Í mörgum tilvikum voru úttektir Valdimars á fé félagsins millifærslur til hans sjálfs eða tengdra einstaklinga og úttektir úr hraðbönkum. Sumar færslurnar hafi augljóslega verið persónuleg útgjöld hans, til dæmis greiðsla til tannlæknastofa og til annarra veitingastaða og bara.
Dómsmál Skattar og tollar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira