Beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápum Sigurjón Þórðarson skrifar 15. maí 2023 08:01 Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun