Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 07:00 Prófmálið varðaði dómara við Héraðsdóm Reykjaness en mun hafa áhrif á kjör allra dómara landsins, verði honum ekki snúið á æðra dómstigi. Vísir/Vilhelm Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira