Skrunað undir stýri Stefán Halldórsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar