Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 09:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtogafundinn í Reykjavík hafa gengið ótrúlega vel. Honum lýkur síðar í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33