Horfast í augu við fordóma kirkjunnar gegn HIV smituðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 21:01 Séra Sigurvin segir að kirkjan þurfi að horfast í augu við fordómana og kalla misgjörðir réttum nöfnum. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun koma fram sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir urðu fyrir við upphaf faraldursins á níunda áratugnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus. Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus.
Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31