Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar 18. maí 2023 06:30 Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun