„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. maí 2023 22:32 Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar atvikið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni. Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira