Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2023 14:38 Arndís Kristín þakkaði Jóni fyrir skýr svör, það lægi þá fyrir að Leiðtogafundurinn hafi verið nýttur til að vígbúa lögregluna án þess að nokkur umræða hafi farið fram þar um. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira