Ráðherra verður við áskorun þingmanns og ljósmóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2023 16:15 Willum varð við áskorun Jóhanns og ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hvatti ráðherra til að hafa forgöngu um slíka breytingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í vor. Sagði enga heimavitjun fyrir þær fjölskyldur sem helst þyrftu „Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra fellur rétturinn til heimavitjunar niður ef foreldrar og barn þurfa af einhverjum ástæðum að vera lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild. Þetta er svo öfugsnúið vegna þess að það eru einmitt þessar fjölskyldur sem þurfa kannski mest á þessari þjónustu að halda,“ sagði í fyrirspurn Jóhanns Páls í il heilbrigðisráðherra þann 13. mars síðastliðinn. „Er ráðherra sammála mér, ljósmæðrum og okkur jafnaðarmönnum um að heimavitjun ljósmæðra eigi að vera fyrir alla foreldra, en ekki bara suma? Og megum við ekki treysta því, herra forseti, að hæstv. ráðherra búi þannig um hnútana að svo verði?,“ spurði Jóhann enn fremur. Willum boðar breytingar Heilbrigðisráðherra þakkaði þingmanninum fyrir ábendinguna og sagðist ætla að skoða málið. Í kjölfarið birtist grein eftir Emmu Marie Swift, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands, þar sem hún hvatti ráðherra eindregið til að ráðast í umrædda breytingu og verða við áskorun þingmannsins. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi,“ skrifaði hún í grein sem birtist á Vísi í apríl. Nú hefur ráðherra svarað skriflegri fyrirspurn þingmannsins um sama efni og staðfest að hann hyggist verða við áskoruninni. „Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast síðustu 25 ár í gegnum þennan samning, stuðlað að faglegri og öruggri þjónustu í sængurlegu í heimahúsi og leitt til styttingar sængurlegu á fæðingarstofnunum og fækkunar endurinnlagna sængurkvenna og barna þeirra,“ segir í svari ráðherra sem bætir við: „Til áframhaldandi þróunar þjónustunnar mun ráðherra leggja til breytingu á gildandi samningi þannig að aðgengi sængurkvenna og fjölskyldna þeirra að þjónustunni verði óháð lengd sængurlegu á stofnun, enda hafi málefnalegar ástæður legið að baki seinkun útskriftar.“ Alþingi Fæðingarorlof Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hvatti ráðherra til að hafa forgöngu um slíka breytingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma fyrr í vor. Sagði enga heimavitjun fyrir þær fjölskyldur sem helst þyrftu „Samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra fellur rétturinn til heimavitjunar niður ef foreldrar og barn þurfa af einhverjum ástæðum að vera lengur en 72 klukkustundir á fæðingardeild. Þetta er svo öfugsnúið vegna þess að það eru einmitt þessar fjölskyldur sem þurfa kannski mest á þessari þjónustu að halda,“ sagði í fyrirspurn Jóhanns Páls í il heilbrigðisráðherra þann 13. mars síðastliðinn. „Er ráðherra sammála mér, ljósmæðrum og okkur jafnaðarmönnum um að heimavitjun ljósmæðra eigi að vera fyrir alla foreldra, en ekki bara suma? Og megum við ekki treysta því, herra forseti, að hæstv. ráðherra búi þannig um hnútana að svo verði?,“ spurði Jóhann enn fremur. Willum boðar breytingar Heilbrigðisráðherra þakkaði þingmanninum fyrir ábendinguna og sagðist ætla að skoða málið. Í kjölfarið birtist grein eftir Emmu Marie Swift, ljósmóður á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands, þar sem hún hvatti ráðherra eindregið til að ráðast í umrædda breytingu og verða við áskorun þingmannsins. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi,“ skrifaði hún í grein sem birtist á Vísi í apríl. Nú hefur ráðherra svarað skriflegri fyrirspurn þingmannsins um sama efni og staðfest að hann hyggist verða við áskoruninni. „Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu hefur þróast síðustu 25 ár í gegnum þennan samning, stuðlað að faglegri og öruggri þjónustu í sængurlegu í heimahúsi og leitt til styttingar sængurlegu á fæðingarstofnunum og fækkunar endurinnlagna sængurkvenna og barna þeirra,“ segir í svari ráðherra sem bætir við: „Til áframhaldandi þróunar þjónustunnar mun ráðherra leggja til breytingu á gildandi samningi þannig að aðgengi sængurkvenna og fjölskyldna þeirra að þjónustunni verði óháð lengd sængurlegu á stofnun, enda hafi málefnalegar ástæður legið að baki seinkun útskriftar.“
Alþingi Fæðingarorlof Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira