Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:51 Formaður Samfylkingarinnar spurði á Alþingi til hvers ríkið væri ef ekki til að bregðast við efnahagsástæðum og nú ríkja. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vildi „neyðarfund“ sem yrði á dagskrá þingsins strax á morgun en forseti þingsins sagðist eiga von á að geta sett hann á dagskrá mögulega á þriðjudaginn í næstu viku. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, færði rök fyrir beiðni þingflokksins undir liðnum fundarstjórn forseta. „Það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða að bíða eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á því að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðum fjármálaáætlunar fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu. Til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi eins og þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú stendur yfir. Við í Samfylkingunni eru boðin og búin að styðja allar þær tillögur sem koma til, til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur sem eru að fá þetta í fangið núna og það eru þingmál sem geta komið hér inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi,“ segir Kristrún. Næstur í pontu var Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem þakkaði þingforseta fyrir að taka vel í beiðni þingflokksins. „Við þurfum að nýta mjög vel þær þrjár vikur sem eftir eru af þessu löggjafarþingi til þess einmitt að ráðast í aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum, við þurfum að hækka vaxtabætur og sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði. Og við þurfum að liðka hér fyrir aukinni húsnæðisuppbyggingu, ráðast í lagabreytingar sem liggja fyrir þessu þingi, klára þær til þess að endurvekja trú fólks á að samningsmarkmið rammasamningsins um húsnæðismál geti náðst.“ Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Innlent Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vildi „neyðarfund“ sem yrði á dagskrá þingsins strax á morgun en forseti þingsins sagðist eiga von á að geta sett hann á dagskrá mögulega á þriðjudaginn í næstu viku. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, færði rök fyrir beiðni þingflokksins undir liðnum fundarstjórn forseta. „Það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða að bíða eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á því að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðum fjármálaáætlunar fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu. Til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi eins og þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú stendur yfir. Við í Samfylkingunni eru boðin og búin að styðja allar þær tillögur sem koma til, til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur sem eru að fá þetta í fangið núna og það eru þingmál sem geta komið hér inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi,“ segir Kristrún. Næstur í pontu var Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem þakkaði þingforseta fyrir að taka vel í beiðni þingflokksins. „Við þurfum að nýta mjög vel þær þrjár vikur sem eftir eru af þessu löggjafarþingi til þess einmitt að ráðast í aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum, við þurfum að hækka vaxtabætur og sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði. Og við þurfum að liðka hér fyrir aukinni húsnæðisuppbyggingu, ráðast í lagabreytingar sem liggja fyrir þessu þingi, klára þær til þess að endurvekja trú fólks á að samningsmarkmið rammasamningsins um húsnæðismál geti náðst.“
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Innlent Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Innlent Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum MAST tjáir sig um dýraníð og Heimdellingar smala á fund Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Sjá meira