Landsliðið í nýtingu Þór Sigfússon skrifar 25. maí 2023 13:30 Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þór Sigfússon Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun