„Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2023 13:21 Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu, segir að nú verði það hluti af verklagi heilbrigðisstofnana að gera lögreglu viðvart þegar sjúklingur kemur til þeirra vegna heimilisofbeldis. Það verður þó gert í samráði við viðkomandi þolanda. Hún leggur áherslu á að samtal við lögreglu þurfi ekki að þýða kæra á hendur geranda heldur hafi lögreglan mörg verkfæri í sinni verkfærakistu til að bjóða þolanda. Vísir/Egill Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. Alþingi hefur samþykkt frumvarp Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, en markmið lagasetningarinnar er að auka upplýsingaflæði frá heilbrigðiskerfinu til lögreglu til að vernda þolendur og rjúfa vítahring ofbeldis. Drífa Jónasdóttir er sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. „Þessi lög eru hugsuð þannig að þau taki af allan vafa fyrir heilbrigðisstarfsmenn um að nú er í rauninni heimilt að rjúfa þessa þagnarskyldu sem er svona eitt af grundvallaratriðunum. Þegar um er að ræða heimilisofbeldi þá megi þeir í rauninni bara hafa samband við lögreglu og láta vita af því að hjá þeim sé sjúklingur sem sé kominn á heilbrigðisstofnun út af heimilisofbeldi en það er auðvitað gert í samráði við sjúklinginn.“ Samþykki þolanda er forsenda þess að hafa samband við lögreglu. Ætlunin sé ekki að taka völdin aftur af þolanda. „Rannsóknir sýna að heilbrigðiskerfið er oft fyrsti, og mögulega, bara eini staðurinn sem þolendur hafa einhverja snertingu við og þá er bara gríðarlega mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn séu vel nestaðir – ef við getum orðað það þannig - í að bregðast við og þurfi ekki að hugsa: Ég ætla ekki að fara að brjóta hérna þagnarskyldu. Þetta verður þá meira eitthvað sem verður inni í nýju verklagi sem verið er að innleiða í heilbrigðiskerfið á Íslandi á landsvísu. Vilja rjúfa vítahring ofbeldis með aðkomu lögreglu Í nýju verklagi felst að félagsráðgjafi kemur inn í málið og þolandinn fær líka beiðni til áfallateymis hjá heilbrigðisstofnun viðkomandi. Markmiðið er að það sé sjálfsagður liður í nýju verklagi að gera lögreglu viðvart - með samþykki sjúklings. Ekki bara alvarlegustu málin séu lögreglumál. „Heldur á þetta að vera öll mál, ef komuástæðan er heimilisofbeldi og viðkomandi vill fá aðkomu lögreglunnar og fá að heyra hvað þeir hafa að bjóða. Það þarf ekkert að kæra eða gera neitt, heldur bara fá að heyra hvað lögreglan gæti gert. En lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu.“ Öll kerfin þurfi að koma að málum og tala betur saman. „Barnaverndin, félagsþjónustan, lögreglan og heilbrigðiskerfið, að það sé ekki bara einn gluggi og veggur á milli heldur að reyna að miðla þessu á löglegan hátt á milli kerfa til þess að einstaklingurinn fái sem heildstæðastan stuðning út úr þessu ofbeldi og reyna að rjúfa þennan ofbeldishring að fara ekki bara aftur heim heldur að löggan geti komið og sagt hvað sé í boði og mögulega aðstoðað einstaklinginn og boðið gerandanum einhvers konar þjónustu líka. Það getur verið meðferð eða að taka á sínum málum varðandi sína hegðun.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. 22. maí 2023 15:38 Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. 26. janúar 2023 11:10 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, en markmið lagasetningarinnar er að auka upplýsingaflæði frá heilbrigðiskerfinu til lögreglu til að vernda þolendur og rjúfa vítahring ofbeldis. Drífa Jónasdóttir er sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. „Þessi lög eru hugsuð þannig að þau taki af allan vafa fyrir heilbrigðisstarfsmenn um að nú er í rauninni heimilt að rjúfa þessa þagnarskyldu sem er svona eitt af grundvallaratriðunum. Þegar um er að ræða heimilisofbeldi þá megi þeir í rauninni bara hafa samband við lögreglu og láta vita af því að hjá þeim sé sjúklingur sem sé kominn á heilbrigðisstofnun út af heimilisofbeldi en það er auðvitað gert í samráði við sjúklinginn.“ Samþykki þolanda er forsenda þess að hafa samband við lögreglu. Ætlunin sé ekki að taka völdin aftur af þolanda. „Rannsóknir sýna að heilbrigðiskerfið er oft fyrsti, og mögulega, bara eini staðurinn sem þolendur hafa einhverja snertingu við og þá er bara gríðarlega mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn séu vel nestaðir – ef við getum orðað það þannig - í að bregðast við og þurfi ekki að hugsa: Ég ætla ekki að fara að brjóta hérna þagnarskyldu. Þetta verður þá meira eitthvað sem verður inni í nýju verklagi sem verið er að innleiða í heilbrigðiskerfið á Íslandi á landsvísu. Vilja rjúfa vítahring ofbeldis með aðkomu lögreglu Í nýju verklagi felst að félagsráðgjafi kemur inn í málið og þolandinn fær líka beiðni til áfallateymis hjá heilbrigðisstofnun viðkomandi. Markmiðið er að það sé sjálfsagður liður í nýju verklagi að gera lögreglu viðvart - með samþykki sjúklings. Ekki bara alvarlegustu málin séu lögreglumál. „Heldur á þetta að vera öll mál, ef komuástæðan er heimilisofbeldi og viðkomandi vill fá aðkomu lögreglunnar og fá að heyra hvað þeir hafa að bjóða. Það þarf ekkert að kæra eða gera neitt, heldur bara fá að heyra hvað lögreglan gæti gert. En lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu.“ Öll kerfin þurfi að koma að málum og tala betur saman. „Barnaverndin, félagsþjónustan, lögreglan og heilbrigðiskerfið, að það sé ekki bara einn gluggi og veggur á milli heldur að reyna að miðla þessu á löglegan hátt á milli kerfa til þess að einstaklingurinn fái sem heildstæðastan stuðning út úr þessu ofbeldi og reyna að rjúfa þennan ofbeldishring að fara ekki bara aftur heim heldur að löggan geti komið og sagt hvað sé í boði og mögulega aðstoðað einstaklinginn og boðið gerandanum einhvers konar þjónustu líka. Það getur verið meðferð eða að taka á sínum málum varðandi sína hegðun.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. 22. maí 2023 15:38 Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. 26. janúar 2023 11:10 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30
Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. 22. maí 2023 15:38
Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. 26. janúar 2023 11:10