Ekki í skoðun að hækka skatta þeirra tekjuhærri Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2023 21:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kaupmátt þeirra tekjulægstu hafa aukist hvað mest. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Ekki sé í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til. Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01