Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:27 Waters hefur um áratuga skeið klæðst búningnum. Hérna er hann í Zurich í Sviss árið 2013. EPA Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa. Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa.
Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira