Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 15:06 Bandaríski frumkvöðullinn Scott Blum hefur stofnað útgáfufyrirtæki sem er tileinkað íslenskri tónlist. Anna Maggý Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira