Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 15:00 Hæstiréttur telur að hvorki sé unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað. Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent