Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 5. júní 2023 19:58 Hér má sjá skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd, sem var næstaðsóknarmesta kvikmynd ársins 2016. Þar er reiknað með tuttugu þúsund miðum sem félag föður leikstjórans keypti. Vísir Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Hann var sakaður um að hafa dregið að sér alls rúmlega 27 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má finna hér. Eins og fram kom í grein Vísis frá því í fyrra, þegar Anton Ingi var ákærður, er forsaga málsins sú að hann og Ragnar Þór Jónsson skrifuðu árið 2016 undir samkomulag um að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. en það er fyrirtæki sem átti einnig höfundarrétt að Grimmd. Sjá einnig: Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Sena var dreifingaraðili myndarinnar en Anton lét fyrirtækið greiða inn á reikning eigu annars félags sem hann átti einn. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður Antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Sjá einnig: Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Anton neitaði sök í öllum ákæruliðum og sagði að Virgo 2 hefði eingöngu verið stofnað til að halda utan um framleiðslu Grimmdar. Í ákærunni segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. Antoni Inga var gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá var Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Mátti ekki taka við greiðslum vegna kvikmyndarinnar Í dómi héraðsdóms segir að að virtum gögnum málsins hafi ekkert komið fram sem benti til að umþrætt réttindi vegna Grimmdar hefðu farið yfir til Virgo films frá Virgo 2. Þess vegna hefði Anton Ingi gerst sekur fjárdrátt vegna þeirra fjármuna sem hann tók við inn á reikning Virgo films vegna sölu á réttindum. Ákæru vegna fjárdráttar, með því að hafa dregið 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning sinn, var hin hins vegar vísað frá dómi, enda var hún framkvæmd af Ragnari Þór Í dóminum segir að af gögnum máls yrði þó ekkert ráðið um það hvort Anton Ingi hafi vakið þá hugmynd hjá honum að millifæra umrædda fjárhæð inn á persónulegan reikning hans. Ekki væri heldur ákært fyrir slíka háttsemi og yrði því ekki séð að slík háttsemi rúmist innan háttsemislýsingar ákæru. Þá var Anton Ingi einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Enginn sakaferill og mikill dráttur Í niðurstöðum dómsins segir að Anton Ingi hafi ekki gerst sekur áður um brot sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verði þó að taka mið af því að um umtalsverðar fjárhæðir voru að tefla, auk þess sem Anton Ingi nýtti ávinning af brotum sínum í eigin þágu eða í þágu félags í hans eigu. Við mat á refsingu yrði þó ekki heldur litið fram hjá því að umrædd brot áttu sér stað á árunum 2016 til 2017. Málið hafi verið kært til lögreglu í lok árs 2017 og ákæra gefin út í byrjun september árið 2022, en ætla megi að rannsókn málsins hafi að mestu lokið á árinu 2019, en þá hafði allra rannsóknargagna verið aflað og skýrslur teknar af ákærða og kæranda máls. „Að því virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tíumánuði en eftir atvikum þykja efni til að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dóminum. Þá var Anton Ingi dæmdur til þess að greiða fjóra fimmtu hluta 2.109.240 króna málsvarnarlauna verjanda síns. Dómsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Efnahagsbrot Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Hann var sakaður um að hafa dregið að sér alls rúmlega 27 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má finna hér. Eins og fram kom í grein Vísis frá því í fyrra, þegar Anton Ingi var ákærður, er forsaga málsins sú að hann og Ragnar Þór Jónsson skrifuðu árið 2016 undir samkomulag um að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. en það er fyrirtæki sem átti einnig höfundarrétt að Grimmd. Sjá einnig: Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Sena var dreifingaraðili myndarinnar en Anton lét fyrirtækið greiða inn á reikning eigu annars félags sem hann átti einn. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður Antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Sjá einnig: Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Anton neitaði sök í öllum ákæruliðum og sagði að Virgo 2 hefði eingöngu verið stofnað til að halda utan um framleiðslu Grimmdar. Í ákærunni segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. Antoni Inga var gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá var Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Mátti ekki taka við greiðslum vegna kvikmyndarinnar Í dómi héraðsdóms segir að að virtum gögnum málsins hafi ekkert komið fram sem benti til að umþrætt réttindi vegna Grimmdar hefðu farið yfir til Virgo films frá Virgo 2. Þess vegna hefði Anton Ingi gerst sekur fjárdrátt vegna þeirra fjármuna sem hann tók við inn á reikning Virgo films vegna sölu á réttindum. Ákæru vegna fjárdráttar, með því að hafa dregið 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning sinn, var hin hins vegar vísað frá dómi, enda var hún framkvæmd af Ragnari Þór Í dóminum segir að af gögnum máls yrði þó ekkert ráðið um það hvort Anton Ingi hafi vakið þá hugmynd hjá honum að millifæra umrædda fjárhæð inn á persónulegan reikning hans. Ekki væri heldur ákært fyrir slíka háttsemi og yrði því ekki séð að slík háttsemi rúmist innan háttsemislýsingar ákæru. Þá var Anton Ingi einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Enginn sakaferill og mikill dráttur Í niðurstöðum dómsins segir að Anton Ingi hafi ekki gerst sekur áður um brot sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verði þó að taka mið af því að um umtalsverðar fjárhæðir voru að tefla, auk þess sem Anton Ingi nýtti ávinning af brotum sínum í eigin þágu eða í þágu félags í hans eigu. Við mat á refsingu yrði þó ekki heldur litið fram hjá því að umrædd brot áttu sér stað á árunum 2016 til 2017. Málið hafi verið kært til lögreglu í lok árs 2017 og ákæra gefin út í byrjun september árið 2022, en ætla megi að rannsókn málsins hafi að mestu lokið á árinu 2019, en þá hafði allra rannsóknargagna verið aflað og skýrslur teknar af ákærða og kæranda máls. „Að því virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tíumánuði en eftir atvikum þykja efni til að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dóminum. Þá var Anton Ingi dæmdur til þess að greiða fjóra fimmtu hluta 2.109.240 króna málsvarnarlauna verjanda síns.
Dómsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Efnahagsbrot Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira