Guggan lifir enn Páll Steingrímsson skrifar 8. júní 2023 11:00 Undanfarin ár hefur fjárfesting Reynis Traustasonar og lífsviðurværi sonar hans birt endalausar falsfréttir um Samherja og forstjóra félagsins. Nú þegar sitthvað er að koma í ljós um starfsaðferðir þar á bæ dustar Reynir rykið af lífseigasta bullinu um Gugguna á Ísafirði. Af virðingu við látinn mann hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kosið að svara ekki fyrir sig. Okkur sem stöndum fyrirtækinu og stjórnendum þess nærri er aftur á móti nóg boðið og í eitt skipti fyrir öll vil ég rekja þessa sögu. 1. Fjárhagslegar forsendur sölunnar á Guggunni Útgerðarfélagið Hrönn á Ísafirði keypti frystitogarann Guðbjörgu árið 1994 og spennti bogann hátt. Einn forsvarsmaður útgerðarinnar orðaði það þannig við fjölmiðla á sínum tíma; ekki var tjaldað til einnar nætur. Togarinn var með þeim dýrari, kostaði 1,6 milljarð króna (5,5 milljarðar á verðlagi dagsins í dag) og tók útgerðin 62.5% erlent lán þar sem enginn banki á Íslandi vildi fjármagna kaupin. Í yfirlýsingu sem stjórn Hrannar hf. sendi Morgunblaðinu 15. janúar 1997, kom fram að rekstraráætlunin sem fjárfestingin var byggð á gerði ráð fyrir að skipið yrði fullnýtt svo reksturinn gæti verið í jafnvægi. Til að það næðist þurfti umtalsverðar tekjur af veiðum utan 200 mílna markanna enda dugðu kvótar innan landhelgi ekki til. Sumsé, allt þurfti að ganga upp svo félagið yrði réttu megin við núllið. Aðstæður innan 200 mílnanna voru hins vegar allt annað en góðar. Þannig lýsti Önundur Ásgeirsson, fyrrum forstjóri Olís, stöðunni í Morgunblaðinu 17. nóvember 1994 að engan fisk væri að finna á Vestfjörðum þar sem áður voru gjöful veiðisvæði. Þessi orð Önundar voru ekki út í bláinn, en í aðdraganda smíði og afhendingar Guðbjargarinnar minnkaði þorskafli jafnt og þétt, fór úr yfir 300 þúsund tonnum í 216 þúsund tonn þegar skipið, það stærsta og öflugasta í flotanum, sigldi í heimahöfn. Undirstrika þessar staðreyndir mikilvægi úthafveiðanna fyrir fjárfestinguna og rekstur Guðbjargar á Ísafirði. Því miður bar eigendum Guggunnar ekki gæfa til þess að geta rekið skipið og til viðbótar við síversnandi aðstæður innan landhelgi, breyttust aðstæður í úthafinu þeim einnig í óhag. Eftir að samningur um smíði skipsins var undirritaður var Úthafsveiðisamningurinn svokallaði gerður og tók hann gildi árið 1997. Skipið hafði ekki nægar veiðiheimildir í úthafinu og þar með brast rekstrargrundvöllurinn endanlega og gjaldþrot blasti við. 2. Rangfærslurnar til að koma höggi á Samherja Endalaust er gefið í skyn að útgerð Guðbjargarinnar frá Ísafirði hafi því sem næst verið undirstaða byggðar á Ísafirði og Samherji siglt undir fölsku flaggi til að komast yfir skipið. En skoðum staðreyndirnar. Helmingur áhafnar voru með heimilisfesti annars staðar en á Ísafirði. Síðustu misserin, áður en Hrönn sameinaðist Samherja, landaði Guggan ekki á Ísafirði, hvað þá Íslandi heldur í Kanada. Því var fátt um afleidd störf á Ísafirði vegna skipsins. Væntingar forsvarsmanna Hrannar hf. og Samherja stóðu til þess að hægt væri að reka skipið áfram á Ísafirði en sjávarútvegurinn er mörgum öðrum greinum breytilegri. Áframhaldandi rekstur Guðbjargar á Ísafirði var hins vegar ekki skilyrði sameiningar félaganna og ekkert skriflegt þar að lútandi, hvað þá að Guggan yrði áfram gul. En forsvarsmenn beggja félaga lýstu því vissulega yfir í fjölmiðlum árið 1997 að ekki stæðu til breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Guggunnar. Skipið var áfram gert út frá Ísafirði í tvö ár eftir sameininguna, eða þar til útséð var um rekstrargrundvöll á Íslandi og skipið selt úr landi. Þorsteinn Már lýsti því yfir strax árið 1999 að yfirlýsingin árið 1997 hafi verið mistök enda ljóst af sölunni að aðstæður breytist hratt í sjávarútvegi. Þessi ummæli hans gleymast alla jafna þegar ákveðnir hópar rifja málið upp. Engir aðrir mögulegir kaupendur voru að rekstri félagsins. Við skulum halda því til haga að skipið og veiðiheimildirnar voru, og teldust enn þann dag í dag, gríðarleg fjárfesting. Á verðlagi dagsins í dag má ætla að viðskiptin hafi numið trúlega yfir 20 milljörðum króna. Miðað við aðstæður í sjávarútvegi árið 1997, bæði innan og utan landhelgi, er ljóst að lánveitendur voru heldur ekki á hverju strái. Eigendur Hrannar fengu greitt með hlutabréfum í Samherja og við skráningu á markað fékkst nægt fé til að grynnka á skuldunum og reyna að skapa skipinu viðunandi rekstrargrundvöll. Forsvarsmenn annarra vestfirskra útgerða sýndu Hrönn engan áhuga þó þeir hafi lýst því yfir eftir á að þeir hefðu alveg „haft áhuga á að ræða málin.“ Þær yfirlýsingar bera þess öðru fremur merki að menn hafi verið að skora vinsældaprik í heimasveit og fátt annað byggt þar að baki enda engin hinna vestfirsku útgerða með fjárhagslega burði til að kaupa skip, aflaheimildir og yfirtaka yfir milljarð króna í skuldir árið 1997. Það var stjórn Hrannar hf. sem leitaði til Samherja, enda var það mat þeirra að „Samherji hefði öðrum fremur möguleika til að tryggja áframhaldandi rekstur Guðbjargar í þeim farvegi sem verið hefði.“ Tókst Samherja það í tvö ár. Það er ómaklegt að sjá Guðbjart Ásgeirsson í viðtalinu við Mannlíf tala um Þorstein Má sem einhvern Ajatola og að hann hafi látið annan mann reka sig. Þar er hlutunum snúið á haus því hans eigin faðir hafði áður sagt honum upp. Þetta vita allir Vestfirðingar. Síðar meir vann Guðbjartur hjá félagi í samstæðu Samherja þar sem Þorsteinn Már hafði enga stöðu og því var honum sagt upp af þeim manni sem var hans yfirmaður. Bill Gates rekur ekki né ræður starfsfólk Microsoft á Íslandi þó hann eigi Microsoft samstæðuna! 3. Að reka fyrirtæki í marga áratugi er ekki sjálfsagt mál Útgerðarfélagið Hrönn hf. var stofnað árið 1955 og rekstur Samherja í höndum Þorsteins Más og bræðranna Kristjáns og Þorsteins Vilhelmssona hófst árið 1983. Hollendingurinn Arie De Geus, sem lést fyrir nokkrum árum, rannsakaði líftíma fyrirtækja og gaf út margverðlaunaða bók þess efnis árið 1997. Komst hann að þeirri niðurstöðu að í sumum löndum lifa allt að 40% nýstofnaðra fyrirtækja skemur en 10 ár og er meðalævilengd fyrirtækja í Japan og Evrópu ekki nema 12,5 ár. Samkvæmt de Geus skera langlíf fyrirtæki sig úr vegna þess að þau hafa „tilfinningu og næmni gagnvart umhverfinu sem þau lifa í og búa yfir hæfileikanum til að laga sig að breyttum aðstæðum.” Það liggur fyrir að hugur forsvarsmanna Hrannar hf. og Samherja stóð til að reka skipið áfram á Ísafirði en eins og fjárfesting árið 1994 sýnir, geta aðstæður í sjávarútvegi tekið breytinum og reksturinn gekk einfaldlega ekki nógu vel. Bregðast þurfti við því. Tveimur árum síðar, árið 1999, var skipið selt til Þýskalands og breytt umtalsvert. Síbreytileiki í sjávarútvegi og hraði breytinga birtist m.a. í því að skipið var aftur selt til Íslands aðeins þremur árum síðar, svo aftur til Þýskalands, þá Færeyja og loks aftur til Íslands árið 2022. Því má segja að Guggan sé hér, bara ekki gul heldur blá. Skýrir það e.t.v. farsæld Samherja, að hafa getu og burði til að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Hinn 1. maí síðastliðinn fagnaði Samherji 40 ára afmæli félagsins og er þar með komið í hóp langlífari fyrirtækja. Segja má að Útgerðarfélagið Hrönn lifi þar með enn, enda sameinað inn í Samherja. Guggan, í breyttri mynd rétt eins og félagið, liggur í dag við bryggju á Íslandi, enn í íslenskri útgerð eftir að hafa öðlast reynslu í útlöndum. Og við þetta má bæta að nánast öll skip sem voru grundvöllur að rekstri Samherja í dag hafa verið seld úr landi, Baldvin Þorsteinsson, Akureyrin, Margrét, Oddeyrin og Víðir. Ég gerðist eitt sinn svo djarfur að biðja Þorteinn Má þegar hann átti Hrísey EA að mála hana gula og senda hana vestur. Þá ættu Vestfirðingar gula Guggu, fyrst það er aðalatriðið að Guggan sé gul, en aukaatriði hvort það væru einhverjar veiðiheimildir til staðar. Svona er nú sagan þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar en ég hef notast við heimildir um rekstur Hrannar hf. og viðtöl við aðstandendur útgerðarinnar sem birtust í opinberlega um málið á sínum tíma og ættu að vera öllum aðgengileg sem vilja kynna sér það en ekki gleypa söguna hráa. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Akureyri Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur fjárfesting Reynis Traustasonar og lífsviðurværi sonar hans birt endalausar falsfréttir um Samherja og forstjóra félagsins. Nú þegar sitthvað er að koma í ljós um starfsaðferðir þar á bæ dustar Reynir rykið af lífseigasta bullinu um Gugguna á Ísafirði. Af virðingu við látinn mann hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kosið að svara ekki fyrir sig. Okkur sem stöndum fyrirtækinu og stjórnendum þess nærri er aftur á móti nóg boðið og í eitt skipti fyrir öll vil ég rekja þessa sögu. 1. Fjárhagslegar forsendur sölunnar á Guggunni Útgerðarfélagið Hrönn á Ísafirði keypti frystitogarann Guðbjörgu árið 1994 og spennti bogann hátt. Einn forsvarsmaður útgerðarinnar orðaði það þannig við fjölmiðla á sínum tíma; ekki var tjaldað til einnar nætur. Togarinn var með þeim dýrari, kostaði 1,6 milljarð króna (5,5 milljarðar á verðlagi dagsins í dag) og tók útgerðin 62.5% erlent lán þar sem enginn banki á Íslandi vildi fjármagna kaupin. Í yfirlýsingu sem stjórn Hrannar hf. sendi Morgunblaðinu 15. janúar 1997, kom fram að rekstraráætlunin sem fjárfestingin var byggð á gerði ráð fyrir að skipið yrði fullnýtt svo reksturinn gæti verið í jafnvægi. Til að það næðist þurfti umtalsverðar tekjur af veiðum utan 200 mílna markanna enda dugðu kvótar innan landhelgi ekki til. Sumsé, allt þurfti að ganga upp svo félagið yrði réttu megin við núllið. Aðstæður innan 200 mílnanna voru hins vegar allt annað en góðar. Þannig lýsti Önundur Ásgeirsson, fyrrum forstjóri Olís, stöðunni í Morgunblaðinu 17. nóvember 1994 að engan fisk væri að finna á Vestfjörðum þar sem áður voru gjöful veiðisvæði. Þessi orð Önundar voru ekki út í bláinn, en í aðdraganda smíði og afhendingar Guðbjargarinnar minnkaði þorskafli jafnt og þétt, fór úr yfir 300 þúsund tonnum í 216 þúsund tonn þegar skipið, það stærsta og öflugasta í flotanum, sigldi í heimahöfn. Undirstrika þessar staðreyndir mikilvægi úthafveiðanna fyrir fjárfestinguna og rekstur Guðbjargar á Ísafirði. Því miður bar eigendum Guggunnar ekki gæfa til þess að geta rekið skipið og til viðbótar við síversnandi aðstæður innan landhelgi, breyttust aðstæður í úthafinu þeim einnig í óhag. Eftir að samningur um smíði skipsins var undirritaður var Úthafsveiðisamningurinn svokallaði gerður og tók hann gildi árið 1997. Skipið hafði ekki nægar veiðiheimildir í úthafinu og þar með brast rekstrargrundvöllurinn endanlega og gjaldþrot blasti við. 2. Rangfærslurnar til að koma höggi á Samherja Endalaust er gefið í skyn að útgerð Guðbjargarinnar frá Ísafirði hafi því sem næst verið undirstaða byggðar á Ísafirði og Samherji siglt undir fölsku flaggi til að komast yfir skipið. En skoðum staðreyndirnar. Helmingur áhafnar voru með heimilisfesti annars staðar en á Ísafirði. Síðustu misserin, áður en Hrönn sameinaðist Samherja, landaði Guggan ekki á Ísafirði, hvað þá Íslandi heldur í Kanada. Því var fátt um afleidd störf á Ísafirði vegna skipsins. Væntingar forsvarsmanna Hrannar hf. og Samherja stóðu til þess að hægt væri að reka skipið áfram á Ísafirði en sjávarútvegurinn er mörgum öðrum greinum breytilegri. Áframhaldandi rekstur Guðbjargar á Ísafirði var hins vegar ekki skilyrði sameiningar félaganna og ekkert skriflegt þar að lútandi, hvað þá að Guggan yrði áfram gul. En forsvarsmenn beggja félaga lýstu því vissulega yfir í fjölmiðlum árið 1997 að ekki stæðu til breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Guggunnar. Skipið var áfram gert út frá Ísafirði í tvö ár eftir sameininguna, eða þar til útséð var um rekstrargrundvöll á Íslandi og skipið selt úr landi. Þorsteinn Már lýsti því yfir strax árið 1999 að yfirlýsingin árið 1997 hafi verið mistök enda ljóst af sölunni að aðstæður breytist hratt í sjávarútvegi. Þessi ummæli hans gleymast alla jafna þegar ákveðnir hópar rifja málið upp. Engir aðrir mögulegir kaupendur voru að rekstri félagsins. Við skulum halda því til haga að skipið og veiðiheimildirnar voru, og teldust enn þann dag í dag, gríðarleg fjárfesting. Á verðlagi dagsins í dag má ætla að viðskiptin hafi numið trúlega yfir 20 milljörðum króna. Miðað við aðstæður í sjávarútvegi árið 1997, bæði innan og utan landhelgi, er ljóst að lánveitendur voru heldur ekki á hverju strái. Eigendur Hrannar fengu greitt með hlutabréfum í Samherja og við skráningu á markað fékkst nægt fé til að grynnka á skuldunum og reyna að skapa skipinu viðunandi rekstrargrundvöll. Forsvarsmenn annarra vestfirskra útgerða sýndu Hrönn engan áhuga þó þeir hafi lýst því yfir eftir á að þeir hefðu alveg „haft áhuga á að ræða málin.“ Þær yfirlýsingar bera þess öðru fremur merki að menn hafi verið að skora vinsældaprik í heimasveit og fátt annað byggt þar að baki enda engin hinna vestfirsku útgerða með fjárhagslega burði til að kaupa skip, aflaheimildir og yfirtaka yfir milljarð króna í skuldir árið 1997. Það var stjórn Hrannar hf. sem leitaði til Samherja, enda var það mat þeirra að „Samherji hefði öðrum fremur möguleika til að tryggja áframhaldandi rekstur Guðbjargar í þeim farvegi sem verið hefði.“ Tókst Samherja það í tvö ár. Það er ómaklegt að sjá Guðbjart Ásgeirsson í viðtalinu við Mannlíf tala um Þorstein Má sem einhvern Ajatola og að hann hafi látið annan mann reka sig. Þar er hlutunum snúið á haus því hans eigin faðir hafði áður sagt honum upp. Þetta vita allir Vestfirðingar. Síðar meir vann Guðbjartur hjá félagi í samstæðu Samherja þar sem Þorsteinn Már hafði enga stöðu og því var honum sagt upp af þeim manni sem var hans yfirmaður. Bill Gates rekur ekki né ræður starfsfólk Microsoft á Íslandi þó hann eigi Microsoft samstæðuna! 3. Að reka fyrirtæki í marga áratugi er ekki sjálfsagt mál Útgerðarfélagið Hrönn hf. var stofnað árið 1955 og rekstur Samherja í höndum Þorsteins Más og bræðranna Kristjáns og Þorsteins Vilhelmssona hófst árið 1983. Hollendingurinn Arie De Geus, sem lést fyrir nokkrum árum, rannsakaði líftíma fyrirtækja og gaf út margverðlaunaða bók þess efnis árið 1997. Komst hann að þeirri niðurstöðu að í sumum löndum lifa allt að 40% nýstofnaðra fyrirtækja skemur en 10 ár og er meðalævilengd fyrirtækja í Japan og Evrópu ekki nema 12,5 ár. Samkvæmt de Geus skera langlíf fyrirtæki sig úr vegna þess að þau hafa „tilfinningu og næmni gagnvart umhverfinu sem þau lifa í og búa yfir hæfileikanum til að laga sig að breyttum aðstæðum.” Það liggur fyrir að hugur forsvarsmanna Hrannar hf. og Samherja stóð til að reka skipið áfram á Ísafirði en eins og fjárfesting árið 1994 sýnir, geta aðstæður í sjávarútvegi tekið breytinum og reksturinn gekk einfaldlega ekki nógu vel. Bregðast þurfti við því. Tveimur árum síðar, árið 1999, var skipið selt til Þýskalands og breytt umtalsvert. Síbreytileiki í sjávarútvegi og hraði breytinga birtist m.a. í því að skipið var aftur selt til Íslands aðeins þremur árum síðar, svo aftur til Þýskalands, þá Færeyja og loks aftur til Íslands árið 2022. Því má segja að Guggan sé hér, bara ekki gul heldur blá. Skýrir það e.t.v. farsæld Samherja, að hafa getu og burði til að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Hinn 1. maí síðastliðinn fagnaði Samherji 40 ára afmæli félagsins og er þar með komið í hóp langlífari fyrirtækja. Segja má að Útgerðarfélagið Hrönn lifi þar með enn, enda sameinað inn í Samherja. Guggan, í breyttri mynd rétt eins og félagið, liggur í dag við bryggju á Íslandi, enn í íslenskri útgerð eftir að hafa öðlast reynslu í útlöndum. Og við þetta má bæta að nánast öll skip sem voru grundvöllur að rekstri Samherja í dag hafa verið seld úr landi, Baldvin Þorsteinsson, Akureyrin, Margrét, Oddeyrin og Víðir. Ég gerðist eitt sinn svo djarfur að biðja Þorteinn Má þegar hann átti Hrísey EA að mála hana gula og senda hana vestur. Þá ættu Vestfirðingar gula Guggu, fyrst það er aðalatriðið að Guggan sé gul, en aukaatriði hvort það væru einhverjar veiðiheimildir til staðar. Svona er nú sagan þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar en ég hef notast við heimildir um rekstur Hrannar hf. og viðtöl við aðstandendur útgerðarinnar sem birtust í opinberlega um málið á sínum tíma og ættu að vera öllum aðgengileg sem vilja kynna sér það en ekki gleypa söguna hráa. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar