Málstol aftur í hámæli Ingunn Högnadóttir skrifar 8. júní 2023 11:31 Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan komst málstol í hámæli þegar fjölskylda leikarans Bruce Willis gaf út tilkynningu þess efnis að hann væri hættur að leika í kvikmyndum eftir að hafa greinst með málstol. Í kjölfarið bárust talmeinafræðingum áhugaverð símtöl frá fjölmiðlum og þeir beðnir að útskýra hvað hugtakið fæli í sér. Töluverður áhugi kviknaði á málefninu, sem fylgt var eftir með viðtölum og greinarskrifum, en grófst svo fljótt í gleymskunnar dá - í erli og upplýsingaflæði hversdagsins. En nú er málstol enn á ný ofarlega í huga margra. Að þessu sinni þó af gleðilegra tilefni, því Félag talmeinafræðinga á Íslandi mun í næstu viku standa fyrir alþjóðlegri málstolsráðstefnu í Reykjavík: Nordic Aphasia Conference. Um er að ræða langstærsta viðburð sem félagið hefur staðið fyrir, en von er á um það bil 200 ráðstefnugestum frá öllum heimshornum, bæði fagfólki og fræðimönnum. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Íslands og stendur yfir í þrjá daga. En hvað er málstol? Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall, en heilaæxli, sýking í heila, heilabilun eða annar heilaáverki getur einnig valdið málstoli. Gera má ráð fyrir að á Íslandi fái um og yfir 100 einstaklingar málstol árlega. Málstol hefur ekki áhrif á persónuleika eða vitsmuni en getur auðveldlega kollvarpað lífi einstaklinga og aðstandenda þeirra, þegar viðkomandi á allt í einu erfitt með að tjá grunnþarfir sínar, framkvæma venjubundnar athafnir eins og að skrifa innkaupalista eða svara tölvupósti, sinna áhugamálum sínum og viðhalda samböndum við fjölskyldu og vini. Málstol getur því haft alvarlegar afleiðingar á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga. Þrátt fyrir þau miklu áhrif sem málstol getur haft á líf fólks, er almenn vitund og þekking á málstoli ekki mikil, hvort heldur sem er úti í samfélaginu eða inni á heilbrigðisstofnunum. Það væri því ekki alveg úr vegi að loka kannski nokkrum götum í kringum Kennó í næstu viku, skutlast eftir lykilfyrirlesurunum á Audi Q8 í lögreglufylgd og fá lánaðan smá mosa úr Hörpunni til borðskreytinga - eða hvað? Því þó ráðstefnan sé fyrst og fremst ætluð talmeinafræðingum og öðru fagfólki, binda skipuleggjendur vonir við að hún veki athygli út fyrir afmarkaðan hóp ráðstefnugesta og stuðli þannig að aukinni vitund og þekkingu á málefninu. Aukin þekking og skilningur á málstoli er nefnilega grundvöllur fyrir bættum lífsgæðum einstaklinga með málstol, bæði beint og óbeint. Frekari upplýsingar um málstol, orsakir, afleiðingar og ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna á www.malstol.com Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun