Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 13:40 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segir hún þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar jafnvel eiga á hættu að missa vottunina. Frá þessu greinir Sonja í aðsendri grein á Vísi. „Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu,“ segir Sonja. „Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun?“ Sonja segir svarið nei og bætir því við að fregnir hafi borist að því að sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. „Aðildarfélög BSRB hafa fengið ábendingar þess efnis að að minnsta kosti tvö sveitarfélög sem eru í ferli að endurnýja jafnlaunavottun séu strand, þar sem viðmiðunurmánuður launagreiningar sé á tímabilinu janúar til mars 2023. Þá mánuði er augljós launumunur starfsfólks sveitarfélaganna, sem eru í sömu eða jafn verðmætum störfum. Það er þessi launamunur sem okkar höfuðkrafa snýst um og þarf að leiðrétta,“ sagði Sonja þegar fréttastofa spurði hana út í ofangreindar fregnir. Kynbundinn eða réttlætanlegur launamunur? Á heimasíðu Jafnréttisstofu segir að með innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85 geti „fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun“. Þrátt fyrir að í raun megi segja í þessu tilviki að með því að greiða einstaklingum í sömu störfum ólík laun sé verið að mismuna eftir stéttarfélögum með ólíka kjarasamninga, þá sagði Sonja í aðsendri grein um miðjan maímánuð um starfsmat og jafnlaunavottun: „Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert.“ Fréttastofa spurði Sonju hvort þau sjónarmið að verið væri að brjóta gegn jafnlaunavottuninni hefðu verið viðruð við samningaborðið. Hún svaraði því játandi en að viðsemjendur BSRB hefðu einfaldlega vísað til þess að kjarasamningar BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar væru ólíkir. „Þau raunverulega fara bara í eitthvað annað,“ segir hún. Engin ágreiningur sé hins vegar uppi um að verið sé að mismuna fólki.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira