Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 9. júní 2023 07:01 Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim. Heimilin sem höfðu verið athvarf þeirra og súrefni voru grimmilega hrifsuð af þeim. Að þeirri aðför stóðu Íbúðalánasjóður og stjórnvöld sem ríktu á eftirhrunsárunum. Eftir stutta leit af afdrifum þeirra er ljóst að mikil átveisla hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði strax árið 2009 en botninn tók úr við ríkisstjórnarskiptin 2013 og náði hamagangurinn þá nýjum hæðum. Fjárfestar og vildarvinir stjórnvalda fengu óheftan aðgang að heimilum fólks á gjafverði með lánum frá ríkinu og íslenskur leigumarkaður eins og við þekkjum hann varð til. 15 ár af makindalegu skeytingarleysi Í fimmtán ár hafa stjórnvöld haft færi á að bregðast við þessu hyldýpi sem sífellt fleiri hrasa ofan í. Þau hafa öll tæki og tól til að koma leigjendum til bjargar en kjósa hinsvegar að gera það ekki. Athafnir og athafnaleysi stjórnvalda eru mannana verk og á bakvið standa persónur sem við höfum treyst fyrir velferð okkar. Hugsanlega á að þvinga fram einhverjar þjóðfélagsbreytingar sem ekki sagt frá eða þá að nauðsynlegt þykir að fórna leigjendum að kröfu einhverja. Líklegast finnst mér þó að stjórnvöld séu einskonar valdalaust gæludýr búri fjárfesta sem maka krókinn á bjargarleysi leigjenda. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir því í þingsal í júní árið 2015 sem óbreyttur þingmaður VG að setja ætti á leiguþak til að verja leigjendur og birti stuttu seinna grein í Fréttablaðinu sáluga með þeim orðum að “leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna.” Það var á henni að skilja að frjálst fall í hyldýpi leigumarkaðarins væri ekki samboðið siðuðu samfélagi og nauðsynlegt væri að tryggja leigjendum örugga lendingu. Tæpum tveimur árum síðar varð hún forsætisráðherra, jafnframt hefur hún verið ráðherra í alls tíu ár frá árinu 2009 og verið í þeirri lykilstöðu að geta mildað angist leigjenda með ýmsum hætti en kosið að gera það ekki. Á þeim átta árum sem liðin eru frá því að hún viðraði áhyggjur sínar af leigjendum hefur ástandið versnað í öllu tilliti. Íslenskur leigumarkaður sá versti í Evrópu Staða leigjenda er óboðleg, það staðfesta allar tölur, samhengi, greiningar og rannsóknir og komið hefur fram í fjölmörgum skýrslum og erindum undanfarin áratug. Það er því með öllu óskiljanlegt að á milli 40-50.000 heimilum sé viljandi leyft að hrapa lengra og lengra fyrir augum þeirra sem bera skyldur til að koma til bjargar. Staðreyndin er sú að íslenskur leigumarkaður er sá versti í Evrópu og þó víðar væri leitað. Samanburður við nágrannalöndin á samfylgni vísitölu húsnæðisverðs og húsaleigu staðfestir það, það gerir líka samanburður á hlutfallstölu húsnæðisverðs og húsaleigu, að sama skapi leiguarður, raunhækkun húsaleigu umfram verðlag, samfylgni húsaleigu við vaxtaþróun, hlutfallshækkun húsaleigu, hækkun húsaleigu umfram laun, veikt regluverk, umpólun í eignarhaldi á húsnæði og íþyngjandi húsnæðisbyrði ásamt ýmsu öðru. Húsaleiga á Íslandi er 30-40% of há ef hér ríkti snefill af réttlæti á leigumarkaði. Leigjendur greiða því að lágmarki rúmlega 40 milljarða að núvirði í ofgreidda leigu á hverju ári og hafa gert um árabil. Hér hefur allt aflaga farið og skapast ófremdarástand sem dregur það versta fram í góðu fólki á meðal leigusala sem vilja græða eins og enginn sé morgundagurinn óháð skaðanum sem það veldur. Eftir harða baráttu undanfarin misseri hefur alþjóð hinsvegar fylkt sér á bakvið leigjendur, því leigumarkaðurinn er ekkert einkamál þeirra, hann varðar okkur öll. Ásókn fjárfesta á húsnæðismarkaði til að hagnast á örvæntingu leigjenda veldur einnig ósjálfbærum hækkunum á húsnæði sem aftur hækkar fasteignaskatta og verðbólgu. Við töpum því öll á þessu og munið að leigumarkaðurinn bíður líka eftir börnunum ykkar. Ráðrúm til að virða fyrir sér dauðdagann Samtök leigjenda og heildarsamtök verkalýðsfélaganna hafa ítrekað kallað eftir róttækum aðgerðum til að draga úr skaðanum, einhversskonar burðuga fallhlíf og mjúka lendingu á föstu gólfi sem veitir leigjendum andrými til að hlúa að sér og sínum. Hafa þau neyðaróp hljómað stöðugt í rúman áratug sem undirspil við ríkisstjórnarborðið án nokkurra viðbragða né aðgerða. Nú á lokametrum þingsins ætlar Katrín Jakobsdóttir hinsvegar að láta til leiðast og leggja til leigubremsu. Hún vill með henni, sem er einsskonar tímabundin, götótt og dvergvaxin fallhlíf hægja á hrapi leigjenda og gefa þeim ráðrúm til að virða fyrir sér óumflýjanlegan dauðdaga. Hún ætlar ekki að heilsa upp á Katrínu jakobsdóttur frá 2015 sem vildi mjúka lendingu fyrir leigjendur, fyrirsjáanleika og öryggi í formi leiguþaks. Hún ætlar heldur ekki að virða fyrir sér atvik né afleiðingar af þessu fálæti sínu og hvað þá gangast við ábyrgð og bregðast við. Í rúman áratug hefur hún í makindum ásamt samstarfsmönnum sínum Bjarna Ben og Sigurði Ingi leyft angist leigjenda að hreiðra um sig og valdið þeim óbærilegum áföllum og langvarandi skaða. “En bara sorry leigjendur, strákarnir ráða þessu”. Hafa leigjendur það eitthvað verra en eigendur? Hafa ekki allir þurft að færa fórnir vegna liðsinnis við stjórnvöld í umpólun á húsnæðismarkaði? Jú, það hafa margir þurft en munurinn á leigjendum og þeim sem komast inn á séreignamarkaðinn er að leigjendur eignast aldrei neitt og fæstir þeirra geta lagt til hliðar og eignast sparifé á starfsævi sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að svokölluð greidd húsaleiga á föstu verðlagi (sem er raunkostnaður leigjenda) hefur hækkað rúmlega sjöfalt meira en reiknuð húsaleiga (sem er raunkostnaður eigenda) frá árinu 2008. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar í frá því í upphafi ársins. Þrátt fyrir svívirðilegar hækkanir fasteignum hefur raunkostnaður leigjenda hækkað sjöfalt meira. Það rímar vel við lífskjararannsókn Hagstofunnar sem staðfestir að á hlutfall leigjenda með íþyngjandi húsnæðisbyrði fer hækkandi og er þrefalt hærra en hjá eigendum, en hjá þeim fer hlutfallið lækkandi. Að sama skapi hefur fátækt á leigumarkaði aukist gríðarlega og hefur leigumarkaðurinn margfalt meiri áhrif á fátækt fólks á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu eins og skilmerkilega er greint frá í skýrslu Velferðavaktarinnar. Þannig er svarið óhjákvæmilega Já, leigjendur hafa það verr, mikið verr og er staða þeirra fullkomlega óboðleg og siðlaust að viðhalda henni. Leigubremsa lagar engin vandamál Leigubremsa sú sem nú er lögð til hefði komið leigjendum til góða fyrir 10-15 árum, en í dag gerir hún ekkert annað en að hægja örlítið á hrapinu svo að leigjendum gefist ráðrúm til að virða fyrir sér óumflýjanlegan dauðdaga. Áttum okkur líka á því leigubremsa nær ekki til hækkana á húsaleigu við endurnýjun samninga sem er mikið stærra vandamál en hækkanir á samingstíma, sem leigubremsunni er ætlað að mæta. Leigusölum verður áfram í sjálfsvald sett að hækka húsaleigu um tugi prósenta á hverju ári algjörlega óháð eigin kostnaði. Með leigubremsu er því lögð blessun yfir miskunnarleysi leigumarkaðarins sem leigendur hafa þurft að þola og þeim tjáð að ekkert réttlæti eða leiðréttingu sé að finna fyrir þá. Hvað hafa leigjendur eiginlega gert af sér? Höfundur er formaður Samtaka Leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Hrunið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjölskyldur sem stóðu á brún hyldýpis hið örlagaríka ár 2008 var skipulega ýtt framaf og í frjálst fall til glötunnar á leigumarkaði. Í fallinu baða leigjendur út örmum sínum og fálma eftir börnunum, framtíðinni og voninni, öskra eftir hjálp og leita allra leiða til að draga úr hraðanum því botninn leynist í myrkrinu og hann veit á skjótann dauða. Angistaróp leigjenda hafa verið undirspil fundanna í stjórnarráðinu í einn og hálfan áratug og á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það einungis aukið á forherðingu stjórnvalda og skeytingarleysi gagnvart þeim. Heimilin sem höfðu verið athvarf þeirra og súrefni voru grimmilega hrifsuð af þeim. Að þeirri aðför stóðu Íbúðalánasjóður og stjórnvöld sem ríktu á eftirhrunsárunum. Eftir stutta leit af afdrifum þeirra er ljóst að mikil átveisla hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði strax árið 2009 en botninn tók úr við ríkisstjórnarskiptin 2013 og náði hamagangurinn þá nýjum hæðum. Fjárfestar og vildarvinir stjórnvalda fengu óheftan aðgang að heimilum fólks á gjafverði með lánum frá ríkinu og íslenskur leigumarkaður eins og við þekkjum hann varð til. 15 ár af makindalegu skeytingarleysi Í fimmtán ár hafa stjórnvöld haft færi á að bregðast við þessu hyldýpi sem sífellt fleiri hrasa ofan í. Þau hafa öll tæki og tól til að koma leigjendum til bjargar en kjósa hinsvegar að gera það ekki. Athafnir og athafnaleysi stjórnvalda eru mannana verk og á bakvið standa persónur sem við höfum treyst fyrir velferð okkar. Hugsanlega á að þvinga fram einhverjar þjóðfélagsbreytingar sem ekki sagt frá eða þá að nauðsynlegt þykir að fórna leigjendum að kröfu einhverja. Líklegast finnst mér þó að stjórnvöld séu einskonar valdalaust gæludýr búri fjárfesta sem maka krókinn á bjargarleysi leigjenda. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir því í þingsal í júní árið 2015 sem óbreyttur þingmaður VG að setja ætti á leiguþak til að verja leigjendur og birti stuttu seinna grein í Fréttablaðinu sáluga með þeim orðum að “leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna.” Það var á henni að skilja að frjálst fall í hyldýpi leigumarkaðarins væri ekki samboðið siðuðu samfélagi og nauðsynlegt væri að tryggja leigjendum örugga lendingu. Tæpum tveimur árum síðar varð hún forsætisráðherra, jafnframt hefur hún verið ráðherra í alls tíu ár frá árinu 2009 og verið í þeirri lykilstöðu að geta mildað angist leigjenda með ýmsum hætti en kosið að gera það ekki. Á þeim átta árum sem liðin eru frá því að hún viðraði áhyggjur sínar af leigjendum hefur ástandið versnað í öllu tilliti. Íslenskur leigumarkaður sá versti í Evrópu Staða leigjenda er óboðleg, það staðfesta allar tölur, samhengi, greiningar og rannsóknir og komið hefur fram í fjölmörgum skýrslum og erindum undanfarin áratug. Það er því með öllu óskiljanlegt að á milli 40-50.000 heimilum sé viljandi leyft að hrapa lengra og lengra fyrir augum þeirra sem bera skyldur til að koma til bjargar. Staðreyndin er sú að íslenskur leigumarkaður er sá versti í Evrópu og þó víðar væri leitað. Samanburður við nágrannalöndin á samfylgni vísitölu húsnæðisverðs og húsaleigu staðfestir það, það gerir líka samanburður á hlutfallstölu húsnæðisverðs og húsaleigu, að sama skapi leiguarður, raunhækkun húsaleigu umfram verðlag, samfylgni húsaleigu við vaxtaþróun, hlutfallshækkun húsaleigu, hækkun húsaleigu umfram laun, veikt regluverk, umpólun í eignarhaldi á húsnæði og íþyngjandi húsnæðisbyrði ásamt ýmsu öðru. Húsaleiga á Íslandi er 30-40% of há ef hér ríkti snefill af réttlæti á leigumarkaði. Leigjendur greiða því að lágmarki rúmlega 40 milljarða að núvirði í ofgreidda leigu á hverju ári og hafa gert um árabil. Hér hefur allt aflaga farið og skapast ófremdarástand sem dregur það versta fram í góðu fólki á meðal leigusala sem vilja græða eins og enginn sé morgundagurinn óháð skaðanum sem það veldur. Eftir harða baráttu undanfarin misseri hefur alþjóð hinsvegar fylkt sér á bakvið leigjendur, því leigumarkaðurinn er ekkert einkamál þeirra, hann varðar okkur öll. Ásókn fjárfesta á húsnæðismarkaði til að hagnast á örvæntingu leigjenda veldur einnig ósjálfbærum hækkunum á húsnæði sem aftur hækkar fasteignaskatta og verðbólgu. Við töpum því öll á þessu og munið að leigumarkaðurinn bíður líka eftir börnunum ykkar. Ráðrúm til að virða fyrir sér dauðdagann Samtök leigjenda og heildarsamtök verkalýðsfélaganna hafa ítrekað kallað eftir róttækum aðgerðum til að draga úr skaðanum, einhversskonar burðuga fallhlíf og mjúka lendingu á föstu gólfi sem veitir leigjendum andrými til að hlúa að sér og sínum. Hafa þau neyðaróp hljómað stöðugt í rúman áratug sem undirspil við ríkisstjórnarborðið án nokkurra viðbragða né aðgerða. Nú á lokametrum þingsins ætlar Katrín Jakobsdóttir hinsvegar að láta til leiðast og leggja til leigubremsu. Hún vill með henni, sem er einsskonar tímabundin, götótt og dvergvaxin fallhlíf hægja á hrapi leigjenda og gefa þeim ráðrúm til að virða fyrir sér óumflýjanlegan dauðdaga. Hún ætlar ekki að heilsa upp á Katrínu jakobsdóttur frá 2015 sem vildi mjúka lendingu fyrir leigjendur, fyrirsjáanleika og öryggi í formi leiguþaks. Hún ætlar heldur ekki að virða fyrir sér atvik né afleiðingar af þessu fálæti sínu og hvað þá gangast við ábyrgð og bregðast við. Í rúman áratug hefur hún í makindum ásamt samstarfsmönnum sínum Bjarna Ben og Sigurði Ingi leyft angist leigjenda að hreiðra um sig og valdið þeim óbærilegum áföllum og langvarandi skaða. “En bara sorry leigjendur, strákarnir ráða þessu”. Hafa leigjendur það eitthvað verra en eigendur? Hafa ekki allir þurft að færa fórnir vegna liðsinnis við stjórnvöld í umpólun á húsnæðismarkaði? Jú, það hafa margir þurft en munurinn á leigjendum og þeim sem komast inn á séreignamarkaðinn er að leigjendur eignast aldrei neitt og fæstir þeirra geta lagt til hliðar og eignast sparifé á starfsævi sinni. Staðreyndin er nefnilega sú að svokölluð greidd húsaleiga á föstu verðlagi (sem er raunkostnaður leigjenda) hefur hækkað rúmlega sjöfalt meira en reiknuð húsaleiga (sem er raunkostnaður eigenda) frá árinu 2008. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar í frá því í upphafi ársins. Þrátt fyrir svívirðilegar hækkanir fasteignum hefur raunkostnaður leigjenda hækkað sjöfalt meira. Það rímar vel við lífskjararannsókn Hagstofunnar sem staðfestir að á hlutfall leigjenda með íþyngjandi húsnæðisbyrði fer hækkandi og er þrefalt hærra en hjá eigendum, en hjá þeim fer hlutfallið lækkandi. Að sama skapi hefur fátækt á leigumarkaði aukist gríðarlega og hefur leigumarkaðurinn margfalt meiri áhrif á fátækt fólks á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu eins og skilmerkilega er greint frá í skýrslu Velferðavaktarinnar. Þannig er svarið óhjákvæmilega Já, leigjendur hafa það verr, mikið verr og er staða þeirra fullkomlega óboðleg og siðlaust að viðhalda henni. Leigubremsa lagar engin vandamál Leigubremsa sú sem nú er lögð til hefði komið leigjendum til góða fyrir 10-15 árum, en í dag gerir hún ekkert annað en að hægja örlítið á hrapinu svo að leigjendum gefist ráðrúm til að virða fyrir sér óumflýjanlegan dauðdaga. Áttum okkur líka á því leigubremsa nær ekki til hækkana á húsaleigu við endurnýjun samninga sem er mikið stærra vandamál en hækkanir á samingstíma, sem leigubremsunni er ætlað að mæta. Leigusölum verður áfram í sjálfsvald sett að hækka húsaleigu um tugi prósenta á hverju ári algjörlega óháð eigin kostnaði. Með leigubremsu er því lögð blessun yfir miskunnarleysi leigumarkaðarins sem leigendur hafa þurft að þola og þeim tjáð að ekkert réttlæti eða leiðréttingu sé að finna fyrir þá. Hvað hafa leigjendur eiginlega gert af sér? Höfundur er formaður Samtaka Leigjenda á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun