Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen skrifar 9. júní 2023 14:02 Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Síerra Leóne Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar