Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2023 16:30 Moe's Bar í Jafnaselinu.Ganga þarf upp 23 steintröppur til að komast inn á barinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar. Mbl.is greindi frá dómsniðurstöðunni í dag. Óskar Andri Jónsson, sem verður 28 ára á árinu, hlaut þriggja ára dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu fimm milljónir króna í bætur. Miska- og skaðabótakrafa í málinu hljóðaði upp á 150 milljónir króna. Það var í október í fyrra sem karlmaður féll niður 23 steintröppur við Moe's bar í Jafnaseli í Reykjavík. Karlmaðurinn slasaðist alvarlega og reyndist ekki unnt að ræða almennilega við hann vegna slyssins, sem í ljós kom að var fólskuleg árás. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél reyndist lykilgagn í málinu. Þar mátti sjá Óskar Andra koma aftan að manninum þar sem hann stóð utandyra efst í tröppunum. Óskar Andri sparkaði í bak mannsins þannig að hann féll niður steintröppurnar 23. Við það hlaut hann höfuðkúpubrot, dreifðar blæðingar í og við heila beggja vegna, alvarlegan og varanlegan heilaskaða. Heilaskaðinn felur í sér hugræna skerðingu, málftruflanir og takmarkaðan málskilning. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. 11. janúar 2023 11:16 Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna. 3. febrúar 2023 16:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Mbl.is greindi frá dómsniðurstöðunni í dag. Óskar Andri Jónsson, sem verður 28 ára á árinu, hlaut þriggja ára dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu fimm milljónir króna í bætur. Miska- og skaðabótakrafa í málinu hljóðaði upp á 150 milljónir króna. Það var í október í fyrra sem karlmaður féll niður 23 steintröppur við Moe's bar í Jafnaseli í Reykjavík. Karlmaðurinn slasaðist alvarlega og reyndist ekki unnt að ræða almennilega við hann vegna slyssins, sem í ljós kom að var fólskuleg árás. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél reyndist lykilgagn í málinu. Þar mátti sjá Óskar Andra koma aftan að manninum þar sem hann stóð utandyra efst í tröppunum. Óskar Andri sparkaði í bak mannsins þannig að hann féll niður steintröppurnar 23. Við það hlaut hann höfuðkúpubrot, dreifðar blæðingar í og við heila beggja vegna, alvarlegan og varanlegan heilaskaða. Heilaskaðinn felur í sér hugræna skerðingu, málftruflanir og takmarkaðan málskilning.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. 11. janúar 2023 11:16 Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna. 3. febrúar 2023 16:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. 11. janúar 2023 11:16
Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52
Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna. 3. febrúar 2023 16:09