Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun