Sport

Ísland úr leik á HM eftir 4-2 tap gegn S-Afríku

Siggeir Ævarsson skrifar
Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua kepptu fyrir Íslands hönd á HM í pílukasti 2023
Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua kepptu fyrir Íslands hönd á HM í pílukasti 2023 Twitter@OfficialPDC

Íslenska landsliðið hefur lokið leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti en liðið tapaði í gær seinni leik sínum á mótinu. Mótið fer fram í Frankfurt í Þýskalandi en þeir Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua kepptu fyrir Íslands hönd í J-riðli.

Það leit ekki vel út fyrir lið Íslands í upphafi en S-Afríka komust í 3-0. Þá kom góður kafli frá Íslandi sem vann næstu tvo leggi og staðan orðin 3-2.

Lengra komust þeir félagar Hallgrímur og Vitor ekki en Vernon Bouwers lokaði 6. leggnum nokkuð örugglega og S-Afríka tryggðu sig áfram úr riðlinum með sigrinum.


Tengdar fréttir

Tap í fyrsta leik á HM

Ísland tapaði fyrir Spáni í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Frankfurt í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×