Nauðsynlegt að nýta betur menntun og hæfileika innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 19:21 Mathias Cormann segir mikilvægt að Íslendingar nýti menntun og hæfni fólks sem hingað komi til að vinna. Stöð 2/Sigurjón Efnahags- og framfarastofnun segir hagvöxt hvergi meiri en á Íslandi sem væri drifin áfram af innflutningi vinnuafls. Í því felist bæði tækifæri og áskoranir. Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í nýrri skýrslu um íslensk efnahagsmál sem Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunar, kynnti í morgun kemur fram að hagvöxtur væri meiri á Íslandi en í öðrum OECD og ríkjum sem væri drifinn áfram með innflutningi vinnuafls. Cormann segir að í þessari stöðu felist bæði tækifæri og áskoranir. Nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana til að innflytjendur fengju að njóta menntunar sinnar og hæfileika. „Að meðaltali eru innflytjendur á Íslandi ofmenntaðir fyrir störfin sem þeir vinna eða þeir eru það oft. Það er tækifæri fyrir þá að leggja jafnvel enn meira af mörkum ef við bætum viðurkenningu á sérkunnáttu og ef við bætum tungumálakennslu enn frekar sem þeir geta fengið hérna á Íslandi,“ segir Cormann Í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál kemur fram að mikill hagvöxtur á Íslandi væri drifinn áfram af innfluttu vinnuafli. Frá vinstri: Mathias Cormann framkvæmdastjóri OECD, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir meðOECD að efla þurfi íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Enginn innflytjendastefna væri til á Íslandi en hún væri í mótun. „En eitt er alveg víst að við verðum að setja stefnuna þangað að hér verði ekki til tvær þjóðir eða fleiri í landinu. Þar sem innflytjendur eru láglaunafólk og innfæddir eru á betri kjörum,“segir Guðmundur Ingi. Þá leggur OECD til að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verði færður úr neðra þrepi í efra þrep. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þetta skoðunar virði til að draga úr álagi af mikilli eftirspurn í ferðaþjónustunni á innviði landsins. OECD gefur út skýrslu umstöðu efnahagsmála einstakra aðildarríkja á tveggja ára fresti.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar. Sjá hvernig það myndi koma út fyrir ferðaþjónustuna heilt yfir. Það er alveg ljóst að þetta myndi draga eitthvað úr samkeppnishæfni gistiþjónustu á Íslandi borið saman við önnur lönd sem almennt eru í neðra virðisaukaskattsþrepinu,“segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tengdar fréttir OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20. júní 2023 11:04