„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 10:01 Sandra María Jessen segist strax hafa séð að handleggurinn væri ekki eins og hann ætti að vera. Búast má við að hún verði frá keppni í tvo mánuði. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld. Sandra handleggsbrotnaði í leik með Þór/KA gegn Tindastóli á Akureyri og segir það vissulega mikil vonbrigði að missa núna líklega af næstu tveimur mánuðum með Þór/KA og landsliðinu. „Þetta var rosalega vont. Það var eitthvað klafs inni í teig og ég náði skoti á markið, frekar nálægt markinu, þar sem varnarmaður Tindastóls náði að henda sér fyrir boltann. Boltinn fór í rauninni í hana og aftur í höndina mína, og ég fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu. Það fylgdi náttúrulega mikill verkur með,“ segir Sandra. Klippa: Verður lengi frá fótboltanum eftir að hafa handbrotnað í leik „Þess vegna er þetta rosalega sárt“ Þessi 28 ára landsliðskona hefur farið á kostum með Þór/KA á þessu ári eftir að hafa snúið til baka á völlinn með liðinu í fyrra, eftir að hafa átt sitt fyrsta barn. Svekkelsið var því mikið í fyrrakvöld: „Þetta var rosalega súrt, ég get alveg verið heiðarleg með það. Auðvitað langaði mig að spila áfram og hjálpa stelpunum, og þegar maður horfir aðeins lengra þá er þetta auðvitað rosalega sárt. Maður er búinn að leggja mjög mikið í að komast til baka eftir barnsburð, koma sér á góðan stað, og fá að vera með í síðasta landsliðsverkefni. Þess vegna er þetta rosalega sárt en ég hef upplifað enn verri meiðsli og þetta er bara áskorun fyrir mig um að koma til baka. Ég er jákvæð á að það gangi vel,“ segir Sandra. Sandra María Jessen hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar og er Þór/KA í 5. sæti.VÍSIR/VILHELM Sandra segir að önnur pípan í framhandlegg hafi brotnað, og að ekki sé um hreint brot að ræða. Því sé líklegt að hún þurfi að fara í aðgerð en það skýrist við endurmat í næstu viku. Fyrsta spurningin á sjúkrahúsinu „Það fyrsta sem ég spurði að á sjúkrahúsinu var hve lengi ég yrði að komast aftur út á völlinn en því miður er þetta þannig brot, á þannig stað, að þetta mun taka tvo mánuði, sama hvort ég fer í aðgerð eða ekki. En það er bara viðmið og þetta kemur í ljós. Maður finnur aðrar leiðir til að halda sér í formi og sparkar mögulega í bolta þó að maður geti ekki spilað,“ segir Sandra. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) Sandra raðaði inn mörkum fyrir Þór/KA í vetur og vann sér á ný sæti í íslenska landsliðinu í vor, eftir þriggja ára hlé, en hún á að baki 33 A-landsleiki. Í sumar hafði hún svo skorað fimm mörk í átta leikjum þegar kom að leiknum við Tindastól svo Sandra er stolt af frammistöðu sinni í ár: „Ég er rosalega ánægð. Mér líður rosalega vel og þetta er umhverfi og hópur leikmanna og þjálfara sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að ná að vinna mjög vel með þeim og er komin í mitt gamla form aftur, farin að skora og ná góðum frammistöðum í leikjum með liðinu. Þess vegna er sárt að lenda í þessu akkúrat núna, þegar gengið er gott, en maður verður að horfa á það þannig að þetta styrki mann á einhvern hátt. Þó að það séu erfiðir dagar núna og miklir verkir þá eru líka bjartir dagar fram undan.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira
Sandra handleggsbrotnaði í leik með Þór/KA gegn Tindastóli á Akureyri og segir það vissulega mikil vonbrigði að missa núna líklega af næstu tveimur mánuðum með Þór/KA og landsliðinu. „Þetta var rosalega vont. Það var eitthvað klafs inni í teig og ég náði skoti á markið, frekar nálægt markinu, þar sem varnarmaður Tindastóls náði að henda sér fyrir boltann. Boltinn fór í rauninni í hana og aftur í höndina mína, og ég fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu. Það fylgdi náttúrulega mikill verkur með,“ segir Sandra. Klippa: Verður lengi frá fótboltanum eftir að hafa handbrotnað í leik „Þess vegna er þetta rosalega sárt“ Þessi 28 ára landsliðskona hefur farið á kostum með Þór/KA á þessu ári eftir að hafa snúið til baka á völlinn með liðinu í fyrra, eftir að hafa átt sitt fyrsta barn. Svekkelsið var því mikið í fyrrakvöld: „Þetta var rosalega súrt, ég get alveg verið heiðarleg með það. Auðvitað langaði mig að spila áfram og hjálpa stelpunum, og þegar maður horfir aðeins lengra þá er þetta auðvitað rosalega sárt. Maður er búinn að leggja mjög mikið í að komast til baka eftir barnsburð, koma sér á góðan stað, og fá að vera með í síðasta landsliðsverkefni. Þess vegna er þetta rosalega sárt en ég hef upplifað enn verri meiðsli og þetta er bara áskorun fyrir mig um að koma til baka. Ég er jákvæð á að það gangi vel,“ segir Sandra. Sandra María Jessen hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar og er Þór/KA í 5. sæti.VÍSIR/VILHELM Sandra segir að önnur pípan í framhandlegg hafi brotnað, og að ekki sé um hreint brot að ræða. Því sé líklegt að hún þurfi að fara í aðgerð en það skýrist við endurmat í næstu viku. Fyrsta spurningin á sjúkrahúsinu „Það fyrsta sem ég spurði að á sjúkrahúsinu var hve lengi ég yrði að komast aftur út á völlinn en því miður er þetta þannig brot, á þannig stað, að þetta mun taka tvo mánuði, sama hvort ég fer í aðgerð eða ekki. En það er bara viðmið og þetta kemur í ljós. Maður finnur aðrar leiðir til að halda sér í formi og sparkar mögulega í bolta þó að maður geti ekki spilað,“ segir Sandra. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) Sandra raðaði inn mörkum fyrir Þór/KA í vetur og vann sér á ný sæti í íslenska landsliðinu í vor, eftir þriggja ára hlé, en hún á að baki 33 A-landsleiki. Í sumar hafði hún svo skorað fimm mörk í átta leikjum þegar kom að leiknum við Tindastól svo Sandra er stolt af frammistöðu sinni í ár: „Ég er rosalega ánægð. Mér líður rosalega vel og þetta er umhverfi og hópur leikmanna og þjálfara sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að ná að vinna mjög vel með þeim og er komin í mitt gamla form aftur, farin að skora og ná góðum frammistöðum í leikjum með liðinu. Þess vegna er sárt að lenda í þessu akkúrat núna, þegar gengið er gott, en maður verður að horfa á það þannig að þetta styrki mann á einhvern hátt. Þó að það séu erfiðir dagar núna og miklir verkir þá eru líka bjartir dagar fram undan.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira