Íslenska liðinu tókst ekki að bjarga sér frá falli Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 18:06 Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki. Facebooksíða Frjálsíþróttasambands Íslands Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum féll í dag úr 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur fór fram í Póllandi í dag. Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Sjá meira
Ísland var í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan var mikil fyrir síðasta keppnisdaginn. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn var Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar féllu. Ísland hafnaði einmitt í 14.sætinu með 246,5 stig og var 37 stigum frá því að bjarga sæti sínu. Fyrir lokagreinina var íslenska liðið 32 stigum á eftir Lettlandi en tókst ekki að brúa þann mun í lokagreininni, Ísland fellur því niður í þriðju deild ásamt Lúxemborg og Moldóvu en Ungverjaland, Úkraína og Litháen, sem lauk keppni hálfu stigi á undan Slóveníu, fara upp í 1. deild. Andrea stórbætti Íslandsmet Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Hún kom í mark á tímanum 10:08,85 mínútur og varð í 7. sæti. Gamla metið, 10:21,26, átti hún sjálf en það setti hún árið 2018. Kolbeinn Höður Gunnarsson, sem jafnaði Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á þriðjudag, varð fimmti í 200 metra hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 20,98 og var rúmum fjórum tíundu úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Jan Volko frá Slóvakíu. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lenti í 14. sæti í 200 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 24,13 sekúndur. Þá varð Guðni Valur Guðnason í 8. sæti í kúluvarpi en hann kastaði lengst 18,21 metra. Andrea Kolbeinsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi.Vísir/Hulda Margrét Irma Gunnarsdóttir keppti í langstökki og hafnaði í 9. sæti. Hún stökk lengst 6,03 metra en á best 6,40 síðan á Selfossvelli fyrr í sumar. Eva María Baldursdóttir varð í 4.-5. sæti í hástökki en hún stökk hæst 1,73 metra. Hún hefur hæst stokkið 1,81 metra en það gerði hún árið 2020. Hlynur Andrésson varð ellefti í 5000 metra hlaupi og náði besta tíma sínum á árinu. Hann kom í mark á tímanum 14:27,80. Persónulegt met í spjótkasti Arndís Diljá Óskarsdóttir setti persónulegt met í spjótkasti þegar hún kastaði 48,57 metra. Hún hafnaði í 9. sæti en Lina Muze frá Lettlandi kastaði lengst eða 62,38 metra. Elías Óli Hilmarsson lenti í 12. sæti í hástökki en hann stökk hæst 2,02 metra. Hann á best 2,06 en því stökki náði hann á móti í Malmö í júlí í fyrra. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir varð í 15. sæti í 1500 metra hlaupi. Hún setti persónulegt met og kom í mark á tímanum 4:38,43 mínútur. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 10. sæti í spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði lengst 72 metra slétta en á best tæpa 80 metra. Boðhlaupssveit Íslands varð í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi. Liðið, sem samanstendur af þeim Birnu Kristínu Kristjánsdóttur, Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, Eir Hlésdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadótur, kom í mark á tímanum 46,69 mínútur. Þá kepptu þeir Kolbeinn Höður, Eir, Sæmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir í blönduðu boðhlaupi í vegalengdinni 4x400. Sveitin varð í síðasta sæti í sínum riðli og kom í mark á tímanum 3:29,99 mínútur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Sjá meira