Alþjóða hnefaleikasambandið svipt réttindum sínum innan IOC Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 19:54 Thomas Bach er forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Alþjóða ólympíunefndin hefur svipt Alþjóða hnefaleikasambandið réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Nýtt alþjóðasamband hnefaleika var stofnað í apríl. Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“ Box Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“
Box Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira