Bylgja manndrápsmála gengur yfir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 19:21 Helgi Gunnlaugsson segir að þó mögulega sé bylgja í gangi núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. Stöð 2/Steingrímur Dúi Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“ Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“
Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31