Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 18:59 Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Dúi Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. „Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42
„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04