Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 12:00 Frá höfninni á Hólmavík. Vísir/Vilhelm Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. „Verði engu bætt við mun veiðum ljúka í annarri viku júlímánaðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í fyrra hafi strandveiðum lokið 21. júlí, sem þá var stysta veiðitímabilið frá upphafi veiðanna, en þær hófust árið 2009. Þorskafli strandveiðibátanna eftir gærdaginn nemur núna 7.951 tonni. Óveidd eru 2.049 tonn. Örn áætlar að strandveiðikvótinn dugi út næstu viku, sem gæti þá orðið síðasta heila vika veiðanna. Stoppið núna gæti orðið á tímabilinu 10. til 13. júlí. Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu í síðustu viku með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og óskuðu eftir því að ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða svo snemma með því að auka kvótann. „Ráðherra útilokaði ekkert. Ég er sannfærður um að hann mun gera allt til að finna heimildir til að tryggja áframhaldandi veiðar,“ segir Örn Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Alls eru 756 bátar komnir með strandveiðileyfi í ár, miðað við 694 báta í fyrrasumar. Af þeim hafa 735 bátar landað afla til þessa, eða tíu prósent fleiri en í fyrra. Þeim sem stunda strandveiðarnar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þannig tóku 476 bátar þátt í veiðunum árið 2018. Þetta sumar eru þeir orðnir 735 talsins, sem fyrr segir, eða 54 prósent fleiri en 2018. Hátt fiskverð á undanförnum á árum á vafalaust þátt í vinsældum veiðanna. Þannig var meðalverðið fyrstu þrjátíu daga strandveiðtímabilsins núna 432 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski. Árið 2018 var meðalverðið 229 krónur á kíló. Verðhækkunin á þessu tímabili er 89 prósent. Meðalafli í róðri er núna 766 kíló á bát, þar af 667 kíló af þorski. Annar afli er einkum ufsi en fyrir hann er meðalverð 210 krónur kílóið. Miðað við þetta má ætla að meðaldagur á strandveiðunum hafi til þessa gefið um 310 þúsund krónur í brúttótekjur, og vikan 1.240 þúsund krónur, þá fjóra daga sem veitt er, en tekið skal fram að umtalsverður kostnaður fylgir veiðunum. Hér má heyra áhyggjur strandveiðisjómanns í Grímsey, um að stutt gæti verið í stoppið, í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Verði engu bætt við mun veiðum ljúka í annarri viku júlímánaðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í fyrra hafi strandveiðum lokið 21. júlí, sem þá var stysta veiðitímabilið frá upphafi veiðanna, en þær hófust árið 2009. Þorskafli strandveiðibátanna eftir gærdaginn nemur núna 7.951 tonni. Óveidd eru 2.049 tonn. Örn áætlar að strandveiðikvótinn dugi út næstu viku, sem gæti þá orðið síðasta heila vika veiðanna. Stoppið núna gæti orðið á tímabilinu 10. til 13. júlí. Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu í síðustu viku með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og óskuðu eftir því að ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða svo snemma með því að auka kvótann. „Ráðherra útilokaði ekkert. Ég er sannfærður um að hann mun gera allt til að finna heimildir til að tryggja áframhaldandi veiðar,“ segir Örn Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Alls eru 756 bátar komnir með strandveiðileyfi í ár, miðað við 694 báta í fyrrasumar. Af þeim hafa 735 bátar landað afla til þessa, eða tíu prósent fleiri en í fyrra. Þeim sem stunda strandveiðarnar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þannig tóku 476 bátar þátt í veiðunum árið 2018. Þetta sumar eru þeir orðnir 735 talsins, sem fyrr segir, eða 54 prósent fleiri en 2018. Hátt fiskverð á undanförnum á árum á vafalaust þátt í vinsældum veiðanna. Þannig var meðalverðið fyrstu þrjátíu daga strandveiðtímabilsins núna 432 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski. Árið 2018 var meðalverðið 229 krónur á kíló. Verðhækkunin á þessu tímabili er 89 prósent. Meðalafli í róðri er núna 766 kíló á bát, þar af 667 kíló af þorski. Annar afli er einkum ufsi en fyrir hann er meðalverð 210 krónur kílóið. Miðað við þetta má ætla að meðaldagur á strandveiðunum hafi til þessa gefið um 310 þúsund krónur í brúttótekjur, og vikan 1.240 þúsund krónur, þá fjóra daga sem veitt er, en tekið skal fram að umtalsverður kostnaður fylgir veiðunum. Hér má heyra áhyggjur strandveiðisjómanns í Grímsey, um að stutt gæti verið í stoppið, í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10