Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2023 18:19 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, gagnrýnir vanefndir ríkisstjórnarinnnar og kallar eftir því að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira