Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2023 07:57 Nýjasta uppstilling ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ásamt forseta Íslands, við Jóhann landlausa á dögunum. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent. Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarandstaðan stöðugari Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent. Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira