„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:03 Allir viðmælendurnir sem Fréttastofa ræddi við voru sammála um að Íslandsbankamálið væri hneykslanlegt og það þyrfti harðari aðgerðir gagnvart þeim sem sekir væru. Vísir/Dúi Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira