Stjórn Regins fellur ekki frá yfirtökutilboði í Eik Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 09:26 Verslunarmiðstöðin Kringlan er á meðal fasteigna í eignasafni Reita. Vísir/vilhelm Stjórn fasteignafélagsins Regins hyggst standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Stjórnir fasteignafélaganna Reita og Eikar tilkynntu á föstudag að þær hafi samþykkt að ganga til samrunaviðræðna. „Líkt og kom fram í tilkynningu félagsins, dags. 8. júní 2023, um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik, liggur fyrir að hluthafar í Eik, sem fara með meirihluta hlutafjár Eikar, hafa lýst yfir jákvæðum viðbrögðum gagnvart áformunum í kjölfar markaðsþreifinga,“ segir í tilkynningu stjórnar Regins til Kauphallar. Fram hefur komið að Brimgarðar, stærsti eigandi Eikar sem fer með rúmlega fjórðungshlut, hafi lagst gegn yfirtökutilboði Regins. Þegar greint var frá samrunaviðræðum Reita og Eikar fyrir helgi kom fram að stjórn Eikar vildi kanna hvort grundvöllur væri fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en næst á eftir fylgja Reginn og Eik sem er það þriðja stærsta. Yfirtökutilboðið í lögbundnum farvegi Gangi yfirtaka Regins eftir er fyrirhugað að Eik verði afskráð af markaði, sameinað Regin eða rekið sem dótturfélag að meirihluta í eigu þess og verði þannig hluti af samstæðu félagsins. Til stendur að tilboðið verði að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjár í Regin að fenginni heimild hluthafafundar. Í tilkynningu frá Regin er málið sagt vera í lögbundnum farvegi og hluthafafundur í félaginu fyrirhugaður þriðjudaginn 4. júlí þar sem greidd verði atkvæði um tillögu um að veita stjórn heimild til útgáfu nýs hlutafjár í Regin til þess að standa við uppgjör á tilboðinu. „Ákvarðanir stjórna Eikar og Reita raska ekki því lögbundna ferli. Hluthafar eru hvattir til þess að beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi Regins.“ Skrifstofa Eikar fasteignafélags í Sóltúni í Reykjavík.Eik Samkvæmt yfirtökutilboðinu munu hluthafar Eikar fá 46,0% útgefins hlutafjár í sameinuðu fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu félagsins frá 7. júní nemur nafnvirði útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta 3,4 milljörðum króna og markaðsvirði félagsins í viðskiptunum 35 milljarðar króna. Nafnvirði útistandandi hlutafjár Regins nemi 1,8 milljarði og markaðsvirði Regins í viðskiptunum sé 41,6 milljarður. Tilboðið muni taka til allra hluta í Eik sem ekki eru þegar í eigu Eikar. „Með viðskiptunum verður til stærsta skráða fasteignafélag landsins með getu til að leiða uppbyggingu sjálfbærra kjarna og sérhæfingu á sviði útleigu og fasteignarekstrar til að mæta auknum kröfum viðskiptavina. Félagið hyggst sækja fram undir nýju nafni. Reginn áætlar að árleg samlegð geti numið 300-500 m.kr. þegar frá líður,“ sagði í tilkynningu Regins frá 7. júní. Með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess. Verði af samrunanum yrði til stærsta fasteignafélag landsins. Lífeyrissjóðir jákvæðir í garð yfirtökunnar Innherji hefur greint frá því að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hafi tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, stærsti einstaki eigandi Eikar með um rúman fjórðungshlut, hefur hvatt stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór hefur furðað sig því að stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Eik fasteignafélag Kauphöllin Reginn Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33 Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. 8. júní 2023 16:19 Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Líkt og kom fram í tilkynningu félagsins, dags. 8. júní 2023, um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð Regins í Eik, liggur fyrir að hluthafar í Eik, sem fara með meirihluta hlutafjár Eikar, hafa lýst yfir jákvæðum viðbrögðum gagnvart áformunum í kjölfar markaðsþreifinga,“ segir í tilkynningu stjórnar Regins til Kauphallar. Fram hefur komið að Brimgarðar, stærsti eigandi Eikar sem fer með rúmlega fjórðungshlut, hafi lagst gegn yfirtökutilboði Regins. Þegar greint var frá samrunaviðræðum Reita og Eikar fyrir helgi kom fram að stjórn Eikar vildi kanna hvort grundvöllur væri fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins en næst á eftir fylgja Reginn og Eik sem er það þriðja stærsta. Yfirtökutilboðið í lögbundnum farvegi Gangi yfirtaka Regins eftir er fyrirhugað að Eik verði afskráð af markaði, sameinað Regin eða rekið sem dótturfélag að meirihluta í eigu þess og verði þannig hluti af samstæðu félagsins. Til stendur að tilboðið verði að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjár í Regin að fenginni heimild hluthafafundar. Í tilkynningu frá Regin er málið sagt vera í lögbundnum farvegi og hluthafafundur í félaginu fyrirhugaður þriðjudaginn 4. júlí þar sem greidd verði atkvæði um tillögu um að veita stjórn heimild til útgáfu nýs hlutafjár í Regin til þess að standa við uppgjör á tilboðinu. „Ákvarðanir stjórna Eikar og Reita raska ekki því lögbundna ferli. Hluthafar eru hvattir til þess að beita atkvæðisrétti sínum á hluthafafundi Regins.“ Skrifstofa Eikar fasteignafélags í Sóltúni í Reykjavík.Eik Samkvæmt yfirtökutilboðinu munu hluthafar Eikar fá 46,0% útgefins hlutafjár í sameinuðu fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu félagsins frá 7. júní nemur nafnvirði útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta 3,4 milljörðum króna og markaðsvirði félagsins í viðskiptunum 35 milljarðar króna. Nafnvirði útistandandi hlutafjár Regins nemi 1,8 milljarði og markaðsvirði Regins í viðskiptunum sé 41,6 milljarður. Tilboðið muni taka til allra hluta í Eik sem ekki eru þegar í eigu Eikar. „Með viðskiptunum verður til stærsta skráða fasteignafélag landsins með getu til að leiða uppbyggingu sjálfbærra kjarna og sérhæfingu á sviði útleigu og fasteignarekstrar til að mæta auknum kröfum viðskiptavina. Félagið hyggst sækja fram undir nýju nafni. Reginn áætlar að árleg samlegð geti numið 300-500 m.kr. þegar frá líður,“ sagði í tilkynningu Regins frá 7. júní. Með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess. Verði af samrunanum yrði til stærsta fasteignafélag landsins. Lífeyrissjóðir jákvæðir í garð yfirtökunnar Innherji hefur greint frá því að hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hafi tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, stærsti einstaki eigandi Eikar með um rúman fjórðungshlut, hefur hvatt stjórn Regins til að falla frá hugmyndum um að leggja fram yfirtökutilboð í ljósi eindreginnar andstöðu Brimgarða. Brimgarðar hafi þegar kynnt Regin um neikvæða afstöðu sína en Reginn hafi samt sem áður sent frá sér formlega tilkynningu þar sem skiptagengi var lagt til í yfirtökunni. Það hafi verið óhagstætt fyrir hluthafa Eikar. Gunnar Þór hefur furðað sig því að stjórn Regins skyldi ekki bjóða neitt yfirverð fyrir hlutina í Eik í ljósi þess að um yfirtökutilboð er að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eik fasteignafélag Kauphöllin Reginn Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33 Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. 8. júní 2023 16:19 Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36
Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22. júní 2023 11:33
Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“ Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda. 8. júní 2023 16:19
Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8. júní 2023 06:42