Lagði fram kæru og hvetur fólk til að gera hið sama Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 23:40 Árni lagði fram kæruna á lögreglustöðinni á Sauðárkróki í dag. Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, kærði í dag mann sem hann segir að hafi svikið sig um 16 milljónir. Fleiri hafa lagt fram kæru en Árni býst við að svikin nemi hátt í 200 milljónum króna. „Ég hef fengið fimm eða sex hringingar á dag eftir að ég byrjaði að vara við honum,“ segir Árni sem taldi sig vera að kaupa innflutt hús frá Austur-Evrópu en komið er ár fram yfir afhendingartímann. Ekkert bólar á húsinu. Hann hefur meðal annars greint frá þessu í samtali við DV, RÚV og héraðsmiðilinn Trölla. Vísir hefur greint frá því að Neytendasamtökunum hafi borist ábendingar um tug milljóna svikastarfsemi íslensks aðila sem segist flytja inn hús frá Austur-Evrópu. Árni hefur tekið saman upplýsingar um hvað fólk hefur greitt manninum, sem gefur sig út fyrir að selja innflutt húss, smáhýsi, sánatunnur og fleira. Í byrjun var upphæðin 88 milljónir króna en nú er hún komin í 120 eða 130 milljónir. „Ég óttast að það sé fullt af fólki sem á eftir að sjá þetta eða þorir ekki að stíga fram því það fylgir því viss skömm að láta svíkja sig svona,“ segir Árni. Ekkert benti til svikastarfsemi Fyrir ári síðan fór Árni á skrifstofu mannsins og skrifaði undir kaupsamning. Við skrifstofuna voru fjögur smáhýsi, heitir pottar, sánatunnur og fleira. Ekkert benti til þess að þetta væri svikastarfsemi. Hann borgaði átta milljónir við undirskrift, sem var þrjátíu prósent af kaupverðinu. Önnur þrjátíu voru greidd við framleiðslu. En þegar að var gáð hófst framleiðslan aldrei. Verksmiðjan í Lettlandi sagðist aldrei hafa fengið neina greiðslu. Framleiðslugetan var fjórtán hús á mánuði en engu að síður bólar ekkert á húsi Árna. Árni segist hafa heyrt sömu eða svipaðar sögur frá öðrum sem pantað hafa hús eða aðra hluti frá manninum, sem selur undir mörgum fyrirtækjaheitum. „Aðrir aðilar sem hafa verið að flytja inn hús hafa hringt í mig og lýst yfir áhyggjum. Menn sem eru heiðarlegir og eru að skila húsum,“ segir Árni. Þessi starfsemi sé því að kasta rýrð á greinina í heild sinni. Fólk þori ekki að panta. Kona í Þýskalandi svikin um 700 þúsund Upphæðirnar sem fólk telur sig svikið um eru mjög misháar. Að sögn Árna er nýjasta málið hjá konu í Þýskalandi sem búin var að borga 700 þúsund krónur inn á smáhýsi en hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu í tvo mánuði. Ekkert bólar á húsinu, né húsum sem aðrir hafa pantað. Árni hvetur fólk til að mæta með öll gögn, samskipti, kvittanir fyrir innáborgunum og fleira á næstu lögreglustöð og kæra málið. Hann hefur heyrt að viðmót lögreglunnar sé ekki alls staðar jafn gott og sums staðar sé þess krafist að fólk panti tíma hjá rannsóknarlögreglumanni. „Ef fólk telur að hann hafi brotið á sér getur það farið til lögreglu til að kæra og fengið málsnúmerið hjá mér. Þá er hægt að sjá hvort þetta sé örugglega sami maður,“ segir Árni. Þá fer málið og rannsóknin undir einn hatt. Skagafjörður Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3. júlí 2023 12:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
„Ég hef fengið fimm eða sex hringingar á dag eftir að ég byrjaði að vara við honum,“ segir Árni sem taldi sig vera að kaupa innflutt hús frá Austur-Evrópu en komið er ár fram yfir afhendingartímann. Ekkert bólar á húsinu. Hann hefur meðal annars greint frá þessu í samtali við DV, RÚV og héraðsmiðilinn Trölla. Vísir hefur greint frá því að Neytendasamtökunum hafi borist ábendingar um tug milljóna svikastarfsemi íslensks aðila sem segist flytja inn hús frá Austur-Evrópu. Árni hefur tekið saman upplýsingar um hvað fólk hefur greitt manninum, sem gefur sig út fyrir að selja innflutt húss, smáhýsi, sánatunnur og fleira. Í byrjun var upphæðin 88 milljónir króna en nú er hún komin í 120 eða 130 milljónir. „Ég óttast að það sé fullt af fólki sem á eftir að sjá þetta eða þorir ekki að stíga fram því það fylgir því viss skömm að láta svíkja sig svona,“ segir Árni. Ekkert benti til svikastarfsemi Fyrir ári síðan fór Árni á skrifstofu mannsins og skrifaði undir kaupsamning. Við skrifstofuna voru fjögur smáhýsi, heitir pottar, sánatunnur og fleira. Ekkert benti til þess að þetta væri svikastarfsemi. Hann borgaði átta milljónir við undirskrift, sem var þrjátíu prósent af kaupverðinu. Önnur þrjátíu voru greidd við framleiðslu. En þegar að var gáð hófst framleiðslan aldrei. Verksmiðjan í Lettlandi sagðist aldrei hafa fengið neina greiðslu. Framleiðslugetan var fjórtán hús á mánuði en engu að síður bólar ekkert á húsi Árna. Árni segist hafa heyrt sömu eða svipaðar sögur frá öðrum sem pantað hafa hús eða aðra hluti frá manninum, sem selur undir mörgum fyrirtækjaheitum. „Aðrir aðilar sem hafa verið að flytja inn hús hafa hringt í mig og lýst yfir áhyggjum. Menn sem eru heiðarlegir og eru að skila húsum,“ segir Árni. Þessi starfsemi sé því að kasta rýrð á greinina í heild sinni. Fólk þori ekki að panta. Kona í Þýskalandi svikin um 700 þúsund Upphæðirnar sem fólk telur sig svikið um eru mjög misháar. Að sögn Árna er nýjasta málið hjá konu í Þýskalandi sem búin var að borga 700 þúsund krónur inn á smáhýsi en hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu í tvo mánuði. Ekkert bólar á húsinu, né húsum sem aðrir hafa pantað. Árni hvetur fólk til að mæta með öll gögn, samskipti, kvittanir fyrir innáborgunum og fleira á næstu lögreglustöð og kæra málið. Hann hefur heyrt að viðmót lögreglunnar sé ekki alls staðar jafn gott og sums staðar sé þess krafist að fólk panti tíma hjá rannsóknarlögreglumanni. „Ef fólk telur að hann hafi brotið á sér getur það farið til lögreglu til að kæra og fengið málsnúmerið hjá mér. Þá er hægt að sjá hvort þetta sé örugglega sami maður,“ segir Árni. Þá fer málið og rannsóknin undir einn hatt.
Skagafjörður Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3. júlí 2023 12:01 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3. júlí 2023 12:01