Hlustum á Gitu, Christine og Isabellu Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júlí 2023 08:01 Heyra mátti andköf á ráðstefnu WEF í Davos þegar Gita Gopinath, fyrrum aðalhagfræðingur AGS, tók til máls. Ekki vegna þess að Gita sé umdeild eða njóti lítillar virðingar, heldur vegna þess að hún talaði um efnahagssamhengi sem hálfgerð bannhelgi hvílir á. Hún sagði raunhæft að laun geti nú hækkað í mörgum atvinnugreinum án þess að það leiði til aukinnar verðbólgu ef stöndug fyrirtæki slá af kröfum sínum um mikla arðsemi. Seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, og hennar hagfræðingar eru á sama máli. Hafa þau í raun sagt frekari árangur í baráttu við verðbólguna að mörgu leyti vera á ábyrgð stöndugra fyrirtækja. Fyrirtækjum sem sögulega séð hafa verið afar arðbær undanfarið þrátt fyrir kostnaðarhækkanir. Þessari skoðun Gitu og Christine hafa tilteknir íslenskir hagfræðingar almennt verið ósammála. Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á sama máli „Hagnaðaraukning skýrir um helming af aukinni verðbólgu síðustu tvö ár. Fyrirtæki Evrópu munu þurfa að sætta sig við lægra hagnaðarhlutfall ef markmiðið er að ná verðbólgunni í 2% á árinu 2025.“ Þetta segja hagfræðingarnir Niels-Jakob Hansen, Frederik Toscani og Jing Zhou í rannsóknarriti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, tók í sama streng á nýlegri ráðstefnu seðlabanka í Portúgal í síðasta mánuði. Sagði hún hagnað fyrirtækja skýra 2/3 af verðbólgunni í Evrópu á árinu 2022 sem er tvöfalt á við meðalframlagið síðustu 20 ár. Segist hún óttast að hegðun fyrirtækja verði megindrifkraftur verðbólgu á árinu 2023 nema stöndug fyrirtæki taki á sig launahækkanir á kostnað arðseminnar. Isabellu stillt upp á móti körlunum Sá hagfræðingur sem er hvað mest áberandi í umræðu um hagnaðardrifna verðbólgu er Isabella Weber, prófessor við Háskólann í Massachusetts. Hún hefur sett fram þá tilgátu að hagnaðarsókn fyrirtækja skýri stóran hluta verðbólgu í kjölfar COVID-19. Weber hefur í kjölfarið þurft að sitja undir harðri og stundum óvæginni gagnrýni frá mörgum hagfræðingum. Þeim sömu og telja ábyrgðina á verðbólgunni alfarið liggja hjá launafólki. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sagt eitt meginmarkmiðið í baráttu við verðbólguna vera að lækka laun. Aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, Larry Summers, hefur kallað eftir fimm árum af 6% atvinnuleysi, eða ári af 10% atvinnuleysi, til að ná verðbólgu niður. Líklega myndu þessar tillögur Jerome og Larry lyfta grettistaki í að ná verðbólgu niður. Aftur á móti yrðu hliðarafurðirnar ýmsar, m.a. líklegt fall Bandaríkjastjórnar. Ljóst er að horfa þarf til fleiri þátta. Verðbólgan er afar flókið fyrirbæri Verð ákvarðast af framboði og eftirspurn á hverjum tíma og verðbólga verður til í ýmis konar samspili. Almennt er talað um eftirspurnardrifna verðbólgu, kostnaðardrifna verðbólgu eða innbyggða verðbólgu. Í sinni einföldustu mynd verður verðbólga eftirspurnardrifin þegar eftirspurn þróast umfram framboð. Helstu áhrifaþættir á Íslandi nú um stundir eru uppsafnaður sparnaður í kjölfar heimsfaraldurs, launahækkanir og kröftugur viðsnúningur í ferðaþjónustu. Verðbólgan verður kostnaðardrifin þegar verðhækkanir dynja yfir til að mynda í aðföngum og/eða launum. Innbyggð verðbólga verður svo aftur til út af verðbólgunni sjálfri. Væntingar neytenda og fyrirtækja um verðbólgu geta þannig búið til skaðlegan vítahring verðhækkana, óháð öðrum þáttum. Allir þessir þættir sem nefndir eru að ofan hafa knúið verðbólguna áfram að undanförnu og hagnaðardrifin verðbólga hefur orðið til sem hliðarafurð þeirra. Málefnaleg umræða er lykillinn að sátt á vinnumarkaði Ef stuðla á að aukinni sátt á vinnumarkaði á næstu misserum er mikilvægt að ná fram málefnalegri umræðu um verðbólguna - bæði milli aðila vinnumarkaðar sem og á almennum vettvangi. Ábyrgðin er bæði verkalýðshreyfingar og atvinnulífs. Hér skiptir miklu að varast leitina að algildum sökudólgi eða að skipa hagkerfinu í fylkingar launafólks og fyrirtækja. Hvað sem skoðunum einstakra hagfræðinga líður er staðreyndin sú að fyrirtæki munu reyna að hámarka hagnað sinn og launafólk mun leitast við að hámarka launahækkanir framvegis. Það er á ábyrgð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að tryggja að þetta samspil stuðli að hagfelldri útkomu með málefnalegri umræðu, bættum vinnubrögðum í kjarasamningsgerð og styrkingu samkeppnisinnviða. Höfundur er hagfræðingur BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Heyra mátti andköf á ráðstefnu WEF í Davos þegar Gita Gopinath, fyrrum aðalhagfræðingur AGS, tók til máls. Ekki vegna þess að Gita sé umdeild eða njóti lítillar virðingar, heldur vegna þess að hún talaði um efnahagssamhengi sem hálfgerð bannhelgi hvílir á. Hún sagði raunhæft að laun geti nú hækkað í mörgum atvinnugreinum án þess að það leiði til aukinnar verðbólgu ef stöndug fyrirtæki slá af kröfum sínum um mikla arðsemi. Seðlabankastjóri Evrópu, Christine Lagarde, og hennar hagfræðingar eru á sama máli. Hafa þau í raun sagt frekari árangur í baráttu við verðbólguna að mörgu leyti vera á ábyrgð stöndugra fyrirtækja. Fyrirtækjum sem sögulega séð hafa verið afar arðbær undanfarið þrátt fyrir kostnaðarhækkanir. Þessari skoðun Gitu og Christine hafa tilteknir íslenskir hagfræðingar almennt verið ósammála. Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á sama máli „Hagnaðaraukning skýrir um helming af aukinni verðbólgu síðustu tvö ár. Fyrirtæki Evrópu munu þurfa að sætta sig við lægra hagnaðarhlutfall ef markmiðið er að ná verðbólgunni í 2% á árinu 2025.“ Þetta segja hagfræðingarnir Niels-Jakob Hansen, Frederik Toscani og Jing Zhou í rannsóknarriti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, tók í sama streng á nýlegri ráðstefnu seðlabanka í Portúgal í síðasta mánuði. Sagði hún hagnað fyrirtækja skýra 2/3 af verðbólgunni í Evrópu á árinu 2022 sem er tvöfalt á við meðalframlagið síðustu 20 ár. Segist hún óttast að hegðun fyrirtækja verði megindrifkraftur verðbólgu á árinu 2023 nema stöndug fyrirtæki taki á sig launahækkanir á kostnað arðseminnar. Isabellu stillt upp á móti körlunum Sá hagfræðingur sem er hvað mest áberandi í umræðu um hagnaðardrifna verðbólgu er Isabella Weber, prófessor við Háskólann í Massachusetts. Hún hefur sett fram þá tilgátu að hagnaðarsókn fyrirtækja skýri stóran hluta verðbólgu í kjölfar COVID-19. Weber hefur í kjölfarið þurft að sitja undir harðri og stundum óvæginni gagnrýni frá mörgum hagfræðingum. Þeim sömu og telja ábyrgðina á verðbólgunni alfarið liggja hjá launafólki. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sagt eitt meginmarkmiðið í baráttu við verðbólguna vera að lækka laun. Aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, Larry Summers, hefur kallað eftir fimm árum af 6% atvinnuleysi, eða ári af 10% atvinnuleysi, til að ná verðbólgu niður. Líklega myndu þessar tillögur Jerome og Larry lyfta grettistaki í að ná verðbólgu niður. Aftur á móti yrðu hliðarafurðirnar ýmsar, m.a. líklegt fall Bandaríkjastjórnar. Ljóst er að horfa þarf til fleiri þátta. Verðbólgan er afar flókið fyrirbæri Verð ákvarðast af framboði og eftirspurn á hverjum tíma og verðbólga verður til í ýmis konar samspili. Almennt er talað um eftirspurnardrifna verðbólgu, kostnaðardrifna verðbólgu eða innbyggða verðbólgu. Í sinni einföldustu mynd verður verðbólga eftirspurnardrifin þegar eftirspurn þróast umfram framboð. Helstu áhrifaþættir á Íslandi nú um stundir eru uppsafnaður sparnaður í kjölfar heimsfaraldurs, launahækkanir og kröftugur viðsnúningur í ferðaþjónustu. Verðbólgan verður kostnaðardrifin þegar verðhækkanir dynja yfir til að mynda í aðföngum og/eða launum. Innbyggð verðbólga verður svo aftur til út af verðbólgunni sjálfri. Væntingar neytenda og fyrirtækja um verðbólgu geta þannig búið til skaðlegan vítahring verðhækkana, óháð öðrum þáttum. Allir þessir þættir sem nefndir eru að ofan hafa knúið verðbólguna áfram að undanförnu og hagnaðardrifin verðbólga hefur orðið til sem hliðarafurð þeirra. Málefnaleg umræða er lykillinn að sátt á vinnumarkaði Ef stuðla á að aukinni sátt á vinnumarkaði á næstu misserum er mikilvægt að ná fram málefnalegri umræðu um verðbólguna - bæði milli aðila vinnumarkaðar sem og á almennum vettvangi. Ábyrgðin er bæði verkalýðshreyfingar og atvinnulífs. Hér skiptir miklu að varast leitina að algildum sökudólgi eða að skipa hagkerfinu í fylkingar launafólks og fyrirtækja. Hvað sem skoðunum einstakra hagfræðinga líður er staðreyndin sú að fyrirtæki munu reyna að hámarka hagnað sinn og launafólk mun leitast við að hámarka launahækkanir framvegis. Það er á ábyrgð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að tryggja að þetta samspil stuðli að hagfelldri útkomu með málefnalegri umræðu, bættum vinnubrögðum í kjarasamningsgerð og styrkingu samkeppnisinnviða. Höfundur er hagfræðingur BHM.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun