Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Matthías Arngrímsson skrifar 5. júlí 2023 12:00 Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Skipulag Matthías Arngrímsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun