Skoða hvernig flugvélarflakið verður flutt af vettvangi Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 20:24 Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa stýrir rannsókninni á flugslysinu á Austurlandi í gær. Vísir/Sigurjón Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum. Þegar engin svör bárust fór umfangsmikil leit af stað og flugvélin fannst tveimur tímum síðar með aðstoð farþegaflugvélar Icelandair sem var á leið til Egilsstaða auk ferðaþjónustuþyrlu og fisflugvélar. Við komu þyrlu gæslunnar á vettvang var ljóst að flugmaður auk tveggja farþega voru látnir. Boðað hefur verið til minningarstundar í Egilsstaðakirkju á morgun klukkan sex þar sem kveikt verður á kertum og boðið verður upp á sálrænan stuðning. Lögreglan á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn. „Ég vil byrja á að votta aðstandendum samúð fyrir þeirra missi, “ segir Þorkell Ágústsson, stjórnandi rannsóknarinnar á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann fór á vettvang í gærkvöldi og í nótt ásamt öðrum viðbragðsaðilum til að framkvæma vettvangsrannsókn. „Flugvélin brotlendir þarna í grýttum jarðvegi uppi á hálendi og við erum að afla gagna tengdu þessu flugi og flugvélinni,“ segir Þorkell. Ekki sé hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu og ekki sé ljóst á hvaða leið flugvélin var. „Það er ekkert staðfest enn þá og það er það sem við erum að vinna að núna í framhaldi af vettvangsrannsókninni þá fer af stað frumrannsókn og þá kemur það fram,“ segir Þorkell. Verið sé að skoða með hvaða hætti flugvélin verður flutt af vettvangi. „Hún verður færð til í okkar rannsóknarskýli og þar höldum við áfram rannsókn,“ segir Þorkell að lokum. Flugslys við Sauðahnjúka Landhelgisgæslan Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Tengdar fréttir Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þegar engin svör bárust fór umfangsmikil leit af stað og flugvélin fannst tveimur tímum síðar með aðstoð farþegaflugvélar Icelandair sem var á leið til Egilsstaða auk ferðaþjónustuþyrlu og fisflugvélar. Við komu þyrlu gæslunnar á vettvang var ljóst að flugmaður auk tveggja farþega voru látnir. Boðað hefur verið til minningarstundar í Egilsstaðakirkju á morgun klukkan sex þar sem kveikt verður á kertum og boðið verður upp á sálrænan stuðning. Lögreglan á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn. „Ég vil byrja á að votta aðstandendum samúð fyrir þeirra missi, “ segir Þorkell Ágústsson, stjórnandi rannsóknarinnar á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann fór á vettvang í gærkvöldi og í nótt ásamt öðrum viðbragðsaðilum til að framkvæma vettvangsrannsókn. „Flugvélin brotlendir þarna í grýttum jarðvegi uppi á hálendi og við erum að afla gagna tengdu þessu flugi og flugvélinni,“ segir Þorkell. Ekki sé hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu og ekki sé ljóst á hvaða leið flugvélin var. „Það er ekkert staðfest enn þá og það er það sem við erum að vinna að núna í framhaldi af vettvangsrannsókninni þá fer af stað frumrannsókn og þá kemur það fram,“ segir Þorkell. Verið sé að skoða með hvaða hætti flugvélin verður flutt af vettvangi. „Hún verður færð til í okkar rannsóknarskýli og þar höldum við áfram rannsókn,“ segir Þorkell að lokum.
Flugslys við Sauðahnjúka Landhelgisgæslan Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Tengdar fréttir Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55