Hallgrímur Jónasson: Þurfum að spila vel í Wales til að komast áfram Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2023 20:34 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat verið ánægður með dagsverkið Vísir / Diego KA er í ansi góðri stöðu í fyrstu umfer undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa lagt Connah´s Quay Nomads af velli 2-0 í Úlfarsárdal fyrr í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson sáu um markaskorun heimamanna og tryggðu KA gott veganesti til Wales í seinni leikinn sem er eftir viku. Þjálfari KA Hallgrímur Jónasson var að vonum ánægður með úrslitin en var um sig að það þurfti að klára verkefnið í næstu viku. „Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“ KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
„Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“
KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53