KA-menn enn taplausir á heimavelli í Evrópukeppni eftir 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:01 KA menn fagna marki Daníels Hafsteinssonar, bæði á vellinum sem og í stúkunni. Vísir/Diego KA-menn spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir hafa enn ekki tapað Evrópuleik á Íslandi. KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira