Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2023 15:14 Hæstiréttur tekur launamál dómara fyrir. Vísir/Vilhelm Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að Tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Allir sammála um að fara beint í Hæstarétt Ríkið vildi ekki una niðurstöðunni og óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir af Hæstarétti án viðkomu í Landsrétti. Ástríður gerði ekki athugasemdir við það mat ríkisins að uppfyllt séu lagaskilyrði til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Ríkið byggði á því að niðurstaða málsins hafi verulegt fordæmisgildi. Vísaði það til þess að ágreiningur málsins lúti að launauppfærslu fjölda fólks, meðal annars alþingismanna, ráðherra og tiltekinna embættismanna, til að mynda dómara, saksóknara, lögreglustjóra og seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og ríkissáttasemjara, sem allir hafi fengið sambærilegt bréf og Ástríður. Niðurstaða málsins varði einnig þá sem taka eftirlaun í samræmi við laun þessa hóps. Þá taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi almenna þýðingu við túlkun og beitingu á tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og almennum efnisreglum stjórnsýsluréttar. Loks taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi verulega samfélagslega þýðingu enda verði að gera ríkar kröfur þegar komi að réttindum og skyldum þess hóps sem ákvarðanirnar vörðuðu. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá eru ekki til staðar í málinu þær aðstæður á þessu stigi sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991, sbr. lög nr. 134/2022. Beiðni um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Allir dómarar vanhæfir Þar sem málið varðar laun allra dómara landsins eru þeir eðli málsins samkvæmt allir vanhæfir til þess að fjalla um það. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember síðasta árs. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Við töku ákvörðunar Hæstaréttar um málskotsbeiðni ríkisins þurfti einnig að setja dómara. Það voru þau Kristinn Bjarnason lögmaður, Hrefna Friðriksdóttir prófessor og Róbert R. Spanó prófessor, sem tóku ákvörðunina. Kjaramál Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að Tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Allir sammála um að fara beint í Hæstarétt Ríkið vildi ekki una niðurstöðunni og óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir af Hæstarétti án viðkomu í Landsrétti. Ástríður gerði ekki athugasemdir við það mat ríkisins að uppfyllt séu lagaskilyrði til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Ríkið byggði á því að niðurstaða málsins hafi verulegt fordæmisgildi. Vísaði það til þess að ágreiningur málsins lúti að launauppfærslu fjölda fólks, meðal annars alþingismanna, ráðherra og tiltekinna embættismanna, til að mynda dómara, saksóknara, lögreglustjóra og seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og ríkissáttasemjara, sem allir hafi fengið sambærilegt bréf og Ástríður. Niðurstaða málsins varði einnig þá sem taka eftirlaun í samræmi við laun þessa hóps. Þá taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi almenna þýðingu við túlkun og beitingu á tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og almennum efnisreglum stjórnsýsluréttar. Loks taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi verulega samfélagslega þýðingu enda verði að gera ríkar kröfur þegar komi að réttindum og skyldum þess hóps sem ákvarðanirnar vörðuðu. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá eru ekki til staðar í málinu þær aðstæður á þessu stigi sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991, sbr. lög nr. 134/2022. Beiðni um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Allir dómarar vanhæfir Þar sem málið varðar laun allra dómara landsins eru þeir eðli málsins samkvæmt allir vanhæfir til þess að fjalla um það. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember síðasta árs. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Við töku ákvörðunar Hæstaréttar um málskotsbeiðni ríkisins þurfti einnig að setja dómara. Það voru þau Kristinn Bjarnason lögmaður, Hrefna Friðriksdóttir prófessor og Róbert R. Spanó prófessor, sem tóku ákvörðunina.
Kjaramál Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira