Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2023 15:15 Kári Stefánsson skaut föstum skotum á matvælaráðherra á mótmælunum í dag. Vísir/Ívar Fannar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun. Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun.
Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira