Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 15:46 Samkeppniseftirlitið telur Hreyfil vera með markaðsráðandi stöðu. Vísir/Egill Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. Svo hljóðar bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar sem telur að háttsemi Hreyfils hafi verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn, neytendum til tjóns. Þá hafi aðgerðirnar viðhaldið þeim takmörkunum sem nýjum lögum um leigubifreiðaakstur væri ætlað að uppræta. Að sögn stofnunarinnar hefur Hreyfill frá því að Hopp hóf starfsemi á leigubílamarkaði í vor haft reglur í samþykktum sínum og stöðvarreglum sem útilokuðu félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða. Hafi virt fyrri tilmæli að vettugi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið hefur afskipti af Hreyfli en samsvarandi háttsemi var tekin til skoðunar árið 2020 í tengslum við félagið Drivers ehf. „Beindi Samkeppniseftirlitið þá tilmælum til Hreyfils að láta af háttseminni, sem bryti líklega gegn 11. gr. samkeppnislaga. Athugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrrgreind tilmæli Samkeppniseftirlitsins að vettugi,“ segir á vef stofnunarinnar. Hreyfill hafi lengi verið stærsta leigubifreiðastöð landsins með flesta leigubifreiðastjóra og „gríðarlegan efnahagslegan styrk“ umfram keppinauta. Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Hreyfils að gera breytingar á reglum og samþykktum sem hamli eða banni leigubílstjórum að nýta jafnframt þjónustu annarra aðila. Þá skuli tilkynna leigubílstjórum sem keyra fyrir Hreyfil um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og að þeim sé heimilt að nýta þjónustu annarra aðila. Framkvæmdastjórar Hreyfils og Hopp leigubíla hafa deilt um það á opinberum vettvangi hvort ný lög um leigubílaakstur banni bílstjórum að vera skráðir á fleiri en einni leigubifreiðastöð. Samgöngustofa hefur eftirlit með því hvort starfsemi leigubifreiðaleyfishafa sé í samræmi við lög og reglugerðir. Stofnunin hefur ekki tekið afstöðu í máli Hreyfils og Hopp leigubíla og sagt að hún hlutist ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmist innan laga og reglna. Fréttin hefur verið uppfærð. Leigubílar Samkeppnismál Samgöngur Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sjá meira
Svo hljóðar bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar sem telur að háttsemi Hreyfils hafi verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn, neytendum til tjóns. Þá hafi aðgerðirnar viðhaldið þeim takmörkunum sem nýjum lögum um leigubifreiðaakstur væri ætlað að uppræta. Að sögn stofnunarinnar hefur Hreyfill frá því að Hopp hóf starfsemi á leigubílamarkaði í vor haft reglur í samþykktum sínum og stöðvarreglum sem útilokuðu félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða. Hafi virt fyrri tilmæli að vettugi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samkeppniseftirlitið hefur afskipti af Hreyfli en samsvarandi háttsemi var tekin til skoðunar árið 2020 í tengslum við félagið Drivers ehf. „Beindi Samkeppniseftirlitið þá tilmælum til Hreyfils að láta af háttseminni, sem bryti líklega gegn 11. gr. samkeppnislaga. Athugun þessa máls hefur leitt í ljós að Hreyfill hefur virt fyrrgreind tilmæli Samkeppniseftirlitsins að vettugi,“ segir á vef stofnunarinnar. Hreyfill hafi lengi verið stærsta leigubifreiðastöð landsins með flesta leigubifreiðastjóra og „gríðarlegan efnahagslegan styrk“ umfram keppinauta. Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Hreyfils að gera breytingar á reglum og samþykktum sem hamli eða banni leigubílstjórum að nýta jafnframt þjónustu annarra aðila. Þá skuli tilkynna leigubílstjórum sem keyra fyrir Hreyfil um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og að þeim sé heimilt að nýta þjónustu annarra aðila. Framkvæmdastjórar Hreyfils og Hopp leigubíla hafa deilt um það á opinberum vettvangi hvort ný lög um leigubílaakstur banni bílstjórum að vera skráðir á fleiri en einni leigubifreiðastöð. Samgöngustofa hefur eftirlit með því hvort starfsemi leigubifreiðaleyfishafa sé í samræmi við lög og reglugerðir. Stofnunin hefur ekki tekið afstöðu í máli Hreyfils og Hopp leigubíla og sagt að hún hlutist ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmist innan laga og reglna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Leigubílar Samkeppnismál Samgöngur Tengdar fréttir Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40 Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00 Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Sjá meira
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19. júní 2023 14:40
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. 16. júní 2023 16:00
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15. júní 2023 14:42