Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 19:40 Miklar skemmdir urðu á dómkirkjunni í loftárás Rússa. Kirkjan er trúar- og sögulega mikilvæg jafnt í huga Úkraínumanna og Rússa. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47