Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 09:21 Sauðféð kom frá nágrannabæ. vísir/vilhelm Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en að mati sérfræðinga hennar stofna bændurnir með þessu heilsu dýra sinna í hættu og einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Smitefnið talið geta lifað í meira en áratug Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Landbúnaður Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en að mati sérfræðinga hennar stofna bændurnir með þessu heilsu dýra sinna í hættu og einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Smitefnið talið geta lifað í meira en áratug Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni.
Landbúnaður Lögreglumál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira